Tímabært aðhald Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. desember 2010 06:00 Háskóli Íslands þarf að grípa til verulegs niðurskurðar vegna minni fjárveitinga á næsta ári, eins og flestar aðrar ríkisstofnanir. Fækka þarf fólki, lækka starfshlutfall og grípa til fleiri sparnaðaraðgerða. Fram hefur komið að háskólinn hyggist takmarka aðgang nemenda að skólanum, en slíkt er nú eingöngu gert í fáeinum námsgreinum, til dæmis í læknisfræði. Að óbreyttu stefnir í að á næsta ári verði 900 nemendur í skólanum án þess að þeim fylgi fjárveiting úr ríkissjóði. Þá hefur háskólaráð sótt um heimild til stjórnvalda um að fá að hækka skrásetningargjald nemenda í HÍ úr 45 þúsund krónum í 70 þúsund, en fyrri ósk um slíkt hefur verið synjað. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur boðað rektor HÍ á sinn fund vegna málsins og sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í vikunni að aðgangstakmarkanir væru síðasta úrræðið sem grípa ætti til. „Við höfum lagt á það ríka áherzlu að Háskóli Íslands standi sem flestum opinn og þangað geti sem flestir sótt sér nám og menntun við hæfi." Áhyggjur menntamálaráðherra af aðgangstakmörkunum og hækku gjalda í Háskóla Íslands eru sennilega óþarfar. Færa má rök fyrir því að báðar breytingar hefði átt að gera fyrir löngu, jafnvel á meðan betur áraði. Háskóli Íslands hefur í rauninni verið of opinn og gert of litlar kröfur til stúdenta sem þar hljóta skólavist, með þeim afleiðingum að þar er of mikið af fólki sem nær ekki árangri í náminu og þiggur allt of mikla dýra kennslu á kostnað skattgreiðenda áður en til útskriftar kemur, eða útskrifast bara alls ekki. Ef aðgangstakmarkanir, til dæmis einhvers konar inntökupróf, væru teknar upp yrði mun líklegra að þeir sem innrituðust í skólann lykju þaðan prófi á tilsettum tíma og sóuðu ekki of miklu af eigin tíma og fé skattgreiðenda á meðan. Hærri innritunargjöld myndu hafa sömu áhrif. Þau kæmu ekki aðeins í veg fyrir þörfina á að skattgreiðendur legðu skólanum til meira fé, heldur ykju þau aga í námi og fækkuðu þeim sem teldu ástæðu til að eyða beztu árum lífsins í árangurslítið gauf. Ósennilegt er að 25 þúsund króna hækkun yrði mörgum stúdentum við HÍ ofviða, svona af bíla-, tölvu- og farsímakostinum á háskólalóðinni að dæma. Þó eru vafalaust einhver tilvik, þar sem fjárhagur fólks leyfir ekki slíkan útgjaldaauka. Þeim mætti mæta með skólagjaldastyrkjum til efnalítilla stúdenta, eins og tíðkast við háskóla víða um heim. Vonandi verður niðurstaðan af fundi háskólarektors og menntamálaráðherrans að sú síðarnefnda taki vel í hugmyndirnar. Þær fela í sér löngu tímabært aðhald í þessari merku menntastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Háskóli Íslands þarf að grípa til verulegs niðurskurðar vegna minni fjárveitinga á næsta ári, eins og flestar aðrar ríkisstofnanir. Fækka þarf fólki, lækka starfshlutfall og grípa til fleiri sparnaðaraðgerða. Fram hefur komið að háskólinn hyggist takmarka aðgang nemenda að skólanum, en slíkt er nú eingöngu gert í fáeinum námsgreinum, til dæmis í læknisfræði. Að óbreyttu stefnir í að á næsta ári verði 900 nemendur í skólanum án þess að þeim fylgi fjárveiting úr ríkissjóði. Þá hefur háskólaráð sótt um heimild til stjórnvalda um að fá að hækka skrásetningargjald nemenda í HÍ úr 45 þúsund krónum í 70 þúsund, en fyrri ósk um slíkt hefur verið synjað. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur boðað rektor HÍ á sinn fund vegna málsins og sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í vikunni að aðgangstakmarkanir væru síðasta úrræðið sem grípa ætti til. „Við höfum lagt á það ríka áherzlu að Háskóli Íslands standi sem flestum opinn og þangað geti sem flestir sótt sér nám og menntun við hæfi." Áhyggjur menntamálaráðherra af aðgangstakmörkunum og hækku gjalda í Háskóla Íslands eru sennilega óþarfar. Færa má rök fyrir því að báðar breytingar hefði átt að gera fyrir löngu, jafnvel á meðan betur áraði. Háskóli Íslands hefur í rauninni verið of opinn og gert of litlar kröfur til stúdenta sem þar hljóta skólavist, með þeim afleiðingum að þar er of mikið af fólki sem nær ekki árangri í náminu og þiggur allt of mikla dýra kennslu á kostnað skattgreiðenda áður en til útskriftar kemur, eða útskrifast bara alls ekki. Ef aðgangstakmarkanir, til dæmis einhvers konar inntökupróf, væru teknar upp yrði mun líklegra að þeir sem innrituðust í skólann lykju þaðan prófi á tilsettum tíma og sóuðu ekki of miklu af eigin tíma og fé skattgreiðenda á meðan. Hærri innritunargjöld myndu hafa sömu áhrif. Þau kæmu ekki aðeins í veg fyrir þörfina á að skattgreiðendur legðu skólanum til meira fé, heldur ykju þau aga í námi og fækkuðu þeim sem teldu ástæðu til að eyða beztu árum lífsins í árangurslítið gauf. Ósennilegt er að 25 þúsund króna hækkun yrði mörgum stúdentum við HÍ ofviða, svona af bíla-, tölvu- og farsímakostinum á háskólalóðinni að dæma. Þó eru vafalaust einhver tilvik, þar sem fjárhagur fólks leyfir ekki slíkan útgjaldaauka. Þeim mætti mæta með skólagjaldastyrkjum til efnalítilla stúdenta, eins og tíðkast við háskóla víða um heim. Vonandi verður niðurstaðan af fundi háskólarektors og menntamálaráðherrans að sú síðarnefnda taki vel í hugmyndirnar. Þær fela í sér löngu tímabært aðhald í þessari merku menntastofnun.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun