Björk vill breyta álverinu í Helguvík í gróðurhús Valur Grettisson skrifar 9. nóvember 2010 22:13 Björk Guðmundsdóttir vill breyta álverinu í gróðurhús. „Ég vil nota grunninn af álverinu og byggja stórt gróðurhús sem myndi rækta grænmeti þannig það væri óþarfi að flytja það inn," svaraði tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir í viðtali í þættinum Návígi þegar umsjónarmaður þáttarins, Þórhallur Guðmundsson, spurði hana hvað hún myndi gera væri hún bæjarstjóri í Reykjanesbæ í einn dag. Hún sagði Reykjanebæ búa við einstaka náttúru og lagði til að svæðið yrði gert að eldfjallaþjóðgarði. Þá fagnaði hún einkaspítala sem tekur til starfa næsta sumar þar í bæ og mun bjóða upp á heilsuþjónustu sem verður sérstaklega markaðssett fyrir erlenda ríkissborgara. Í viðtalinu fór Björk um víðan völl og ræddi meðal annars um sölu HS Orku til Magma. Hún sagði söluna alls ekki endanlega og vildi meina að stjórnvöld gætu enn gripið inn í ferlið í ljósi þess að Magma keypti hlut Geysis Green Energy í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Hún sagði niðurstöðu rannsóknarnefndar um málið renna stoðum undir það álit. Þá minnti Björk kjörna fulltrúa Vinstir grænna á að stór hluti kjósenda flokksins væru umhverfissinnar sem hugnaðist alls ekki þessi þróun. Fulltrúarnir yrðu ekki kosnir aftur ef þeir brygðust ekki við gagnrýninni. Hún sagði aðgerðaleysi flokksins í raun og veru sorglegt. Björk kallaði svo eftir heildstæðri orkustefnu á Íslandi. Hún vildi meina að það væri erfitt að taka afstöðu til mála eins og sölu á HS Orku til Magma án þess að hafa sérstaka Orkustefnu til hliðsjónar. Þá vill hún að það verði haldin þjóðaratkvæðgagreiðsla um auðlindir Íslendinga og átti hún þá einnig við vatnið sem og jarðvarmann og fiskinn. Björk vill að það verði hlúið að sprotafyrirtækjum og þeim gefið andrými til þess að vaxa. Hún bendir á að það taki sprotafyrirtæki allavega tíu ár að ná fótfestu. Þegar hún var spurð hvað skyldi gera varðandi Suðurnesin, þar sem atvinnuleysi er mikið, benti hún á að það væri fjölmargt hægt að gera. Ein hugmyndin væri að breyta Suðurnesjunum í heilsusvæði, þá samrýmdist það illa að hafa mengandi álver í nágrenninu að hennar mati. Þess má geta að ríkisstjórnarfundur var haldin í Reykjanesbæ í morgun. Þar var meðal annars samþykkt að setja pening í þróunarsjóð þar í bæ og verður fyrsta verkefnið herminjasafn. Björk Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira
„Ég vil nota grunninn af álverinu og byggja stórt gróðurhús sem myndi rækta grænmeti þannig það væri óþarfi að flytja það inn," svaraði tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir í viðtali í þættinum Návígi þegar umsjónarmaður þáttarins, Þórhallur Guðmundsson, spurði hana hvað hún myndi gera væri hún bæjarstjóri í Reykjanesbæ í einn dag. Hún sagði Reykjanebæ búa við einstaka náttúru og lagði til að svæðið yrði gert að eldfjallaþjóðgarði. Þá fagnaði hún einkaspítala sem tekur til starfa næsta sumar þar í bæ og mun bjóða upp á heilsuþjónustu sem verður sérstaklega markaðssett fyrir erlenda ríkissborgara. Í viðtalinu fór Björk um víðan völl og ræddi meðal annars um sölu HS Orku til Magma. Hún sagði söluna alls ekki endanlega og vildi meina að stjórnvöld gætu enn gripið inn í ferlið í ljósi þess að Magma keypti hlut Geysis Green Energy í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Hún sagði niðurstöðu rannsóknarnefndar um málið renna stoðum undir það álit. Þá minnti Björk kjörna fulltrúa Vinstir grænna á að stór hluti kjósenda flokksins væru umhverfissinnar sem hugnaðist alls ekki þessi þróun. Fulltrúarnir yrðu ekki kosnir aftur ef þeir brygðust ekki við gagnrýninni. Hún sagði aðgerðaleysi flokksins í raun og veru sorglegt. Björk kallaði svo eftir heildstæðri orkustefnu á Íslandi. Hún vildi meina að það væri erfitt að taka afstöðu til mála eins og sölu á HS Orku til Magma án þess að hafa sérstaka Orkustefnu til hliðsjónar. Þá vill hún að það verði haldin þjóðaratkvæðgagreiðsla um auðlindir Íslendinga og átti hún þá einnig við vatnið sem og jarðvarmann og fiskinn. Björk vill að það verði hlúið að sprotafyrirtækjum og þeim gefið andrými til þess að vaxa. Hún bendir á að það taki sprotafyrirtæki allavega tíu ár að ná fótfestu. Þegar hún var spurð hvað skyldi gera varðandi Suðurnesin, þar sem atvinnuleysi er mikið, benti hún á að það væri fjölmargt hægt að gera. Ein hugmyndin væri að breyta Suðurnesjunum í heilsusvæði, þá samrýmdist það illa að hafa mengandi álver í nágrenninu að hennar mati. Þess má geta að ríkisstjórnarfundur var haldin í Reykjanesbæ í morgun. Þar var meðal annars samþykkt að setja pening í þróunarsjóð þar í bæ og verður fyrsta verkefnið herminjasafn.
Björk Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira