Upprennandi stórstjarna Trausti Júlíusson skrifar 24. nóvember 2010 06:00 Allt sem þú átt með Friðriki Dór. Tónlist Allt sem þú átt Friðrik Dór Friðrik Dór er 22ja ára söngvari og lagasmiður úr Hafnarfirði sem hefur verið að gera það gott að undanförnu með lögum eins og Hlið við hlið, Á sama stað og Fyrir hana. Allt sem þú átt er hans fyrsta plata og það er hægt að segja það strax að strákurinn byrjar með stæl. Friðrik Dór semur lögin og textana sjálfur, en flest lögin eru tekin upp og útsett af upptökutvíeykinu Redd Lights sem eru þeir Jóhann Bjarkason og Ingi Már Úlfarsson. Tónlistin á Allt sem þú átt er r&b-litað popp af þeirri tegund sem gjarnan hljómar á FM957 og Kananum. Friðrik hefur fína poppsöngrödd og lögin hans eru mörg fín. Textarnir, sem eru á íslensku, fjalla um stelpur, sambönd og djamm og eru fínir fyrir svona tónlist. Það er líka flottur hljómur á plötunni og greinilegt að Redd Lights (og Stop Wait Go sem koma við sögu í þremur lögum) kunna alveg að búa til nútímalegt popp af þessu tagi. Það eina sem hægt er að finna að plötunni er að lögin eru sum svolítið keimlík og sömu hljóðeffektarnir víða áberandi. Á heildina litið er þetta samt flott frumsmíð. Maður bíður spenntur eftir meira efni, bæði frá Friðriki Dór og Redd Lights! Niðurstaða: Friðrik Dór stimplar sig inn í íslenskt popplandslag með fínni frumsmíð. Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist Allt sem þú átt Friðrik Dór Friðrik Dór er 22ja ára söngvari og lagasmiður úr Hafnarfirði sem hefur verið að gera það gott að undanförnu með lögum eins og Hlið við hlið, Á sama stað og Fyrir hana. Allt sem þú átt er hans fyrsta plata og það er hægt að segja það strax að strákurinn byrjar með stæl. Friðrik Dór semur lögin og textana sjálfur, en flest lögin eru tekin upp og útsett af upptökutvíeykinu Redd Lights sem eru þeir Jóhann Bjarkason og Ingi Már Úlfarsson. Tónlistin á Allt sem þú átt er r&b-litað popp af þeirri tegund sem gjarnan hljómar á FM957 og Kananum. Friðrik hefur fína poppsöngrödd og lögin hans eru mörg fín. Textarnir, sem eru á íslensku, fjalla um stelpur, sambönd og djamm og eru fínir fyrir svona tónlist. Það er líka flottur hljómur á plötunni og greinilegt að Redd Lights (og Stop Wait Go sem koma við sögu í þremur lögum) kunna alveg að búa til nútímalegt popp af þessu tagi. Það eina sem hægt er að finna að plötunni er að lögin eru sum svolítið keimlík og sömu hljóðeffektarnir víða áberandi. Á heildina litið er þetta samt flott frumsmíð. Maður bíður spenntur eftir meira efni, bæði frá Friðriki Dór og Redd Lights! Niðurstaða: Friðrik Dór stimplar sig inn í íslenskt popplandslag með fínni frumsmíð.
Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira