Allt smellur hjá Bjartmari Trausti Júlíusson skrifar 2. nóvember 2010 11:22 Skrýtin veröld með Bjartmari og Bergrisunum. Tónlist **** Skrýtin veröld Bjartmar & BergrisarnirÚtgáfuferill Bjartmars Guðlaugssonar er orðinn ansi langur. Hæst reis stjarna hans á níunda áratugnum með plötunni Í fylgd með fullorðnum, sem er eitt af meistaraverkum íslenskrar poppsögu. Plata sem negldi tíðarandann og hitti algjörlega í mark bæði textalega og tónlistarlega. Bjartmar hélt áfram að gefa út plötur á níunda og tíunda áratugnum, en þá fór minna fyrir honum. Hann er hins vegar að koma sterkur inn með nýju plötunni sem kom út í haust. Skrýtin veröld er plata sem gengur algjörlega upp. Textarnir eru fínir, lögin léttari og meira grípandi en á síðustu Bjartmars plötum, útsetningarnar traustar og hljómurinn góður. Tónlistin er vel útfært rokk í hefðbundnum stíl, textarnir taka sumir ágætlega á málefnum líðandi stundar og svo er bara svo helvíti góð stemning á þessari plötu. Það er eflaust að stórum hluta hljómsveitinni Bergrisunum að þakka. Það munar öllu að hafa almennilega hljómsveit á bak við sig. Það er ekki verið að finna upp hjólið á Skrýtinni veröld, en við fáum tíu flott lög og texta í flutningi frábærrar hljómsveitar. Það er ekki lítið!Niðurstaða: Bjartmar stígur aftur inn í sviðsljósið með sína bestu plötu í yfir 20 ár. Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist **** Skrýtin veröld Bjartmar & BergrisarnirÚtgáfuferill Bjartmars Guðlaugssonar er orðinn ansi langur. Hæst reis stjarna hans á níunda áratugnum með plötunni Í fylgd með fullorðnum, sem er eitt af meistaraverkum íslenskrar poppsögu. Plata sem negldi tíðarandann og hitti algjörlega í mark bæði textalega og tónlistarlega. Bjartmar hélt áfram að gefa út plötur á níunda og tíunda áratugnum, en þá fór minna fyrir honum. Hann er hins vegar að koma sterkur inn með nýju plötunni sem kom út í haust. Skrýtin veröld er plata sem gengur algjörlega upp. Textarnir eru fínir, lögin léttari og meira grípandi en á síðustu Bjartmars plötum, útsetningarnar traustar og hljómurinn góður. Tónlistin er vel útfært rokk í hefðbundnum stíl, textarnir taka sumir ágætlega á málefnum líðandi stundar og svo er bara svo helvíti góð stemning á þessari plötu. Það er eflaust að stórum hluta hljómsveitinni Bergrisunum að þakka. Það munar öllu að hafa almennilega hljómsveit á bak við sig. Það er ekki verið að finna upp hjólið á Skrýtinni veröld, en við fáum tíu flott lög og texta í flutningi frábærrar hljómsveitar. Það er ekki lítið!Niðurstaða: Bjartmar stígur aftur inn í sviðsljósið með sína bestu plötu í yfir 20 ár.
Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira