Þingmannanefnd ætlar að ljúka störfum fyrir ágústlok 27. júní 2010 18:41 Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, segir að nefndin stefni að því að ljúka störfum fyrir lok ágúst. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu í málum ráðherra sem eru taldir hafa sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að ráðherrarnir Geir H. Haarde, Björgvin G. Sigurðsson og Árni Mathiesen hafi sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda hrunsins með því að bregðast ekki rétt við yfirvofandi hættu áður en bankakerfið hrundi í október 2008. Geir og Árni eru hættir í stjórnmálum og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, tók sér leyfi frá þingstörfum á meðan þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar fjallar um embættisfærslur hans. Nefndin á að ræða hvort tilefni sé til að ákæra ráðherra og þá útbúa ákæru og leggja hana fyrir Alþingi. Ef það verður niðurstaðan verður það samt þingsins að taka ákvörðun um ákæru, því samkvæmt lögum um Landsdóm er það Alþingi sem eitt er bært til að ákæra ráðherra vegna embættisfærslna þeirra. Atli Gíslason, sem er í sumarferð Vinstri grænna í Fljótshlíð, sagði í samtali við fréttastofu í dag að þingmannanefndin myndi funda út alla næstu viku. Síðan tæki við fundarhlé í júlí en sá tími yrði nýttur af nefndarmönnum til að fara yfir gögn. Atli sagði að nefndin hefði skoðað rækilega mál allra ráðherra sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefðu sýnt af sér vanrækslu, en engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort tilefni sé til að mæla með ákæru. Samkvæmt lögum um nefndina á hún að skila niðurstöðum sínum fyrir þinglok, en þau eru fyrirhuguð hinn 15. september næstkomandi. Atli sagði að nefndin stefndi að því að skila niðurstöðum sínum fyrir lok ágúst. Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Sjá meira
Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, segir að nefndin stefni að því að ljúka störfum fyrir lok ágúst. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu í málum ráðherra sem eru taldir hafa sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að ráðherrarnir Geir H. Haarde, Björgvin G. Sigurðsson og Árni Mathiesen hafi sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda hrunsins með því að bregðast ekki rétt við yfirvofandi hættu áður en bankakerfið hrundi í október 2008. Geir og Árni eru hættir í stjórnmálum og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, tók sér leyfi frá þingstörfum á meðan þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar fjallar um embættisfærslur hans. Nefndin á að ræða hvort tilefni sé til að ákæra ráðherra og þá útbúa ákæru og leggja hana fyrir Alþingi. Ef það verður niðurstaðan verður það samt þingsins að taka ákvörðun um ákæru, því samkvæmt lögum um Landsdóm er það Alþingi sem eitt er bært til að ákæra ráðherra vegna embættisfærslna þeirra. Atli Gíslason, sem er í sumarferð Vinstri grænna í Fljótshlíð, sagði í samtali við fréttastofu í dag að þingmannanefndin myndi funda út alla næstu viku. Síðan tæki við fundarhlé í júlí en sá tími yrði nýttur af nefndarmönnum til að fara yfir gögn. Atli sagði að nefndin hefði skoðað rækilega mál allra ráðherra sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefðu sýnt af sér vanrækslu, en engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort tilefni sé til að mæla með ákæru. Samkvæmt lögum um nefndina á hún að skila niðurstöðum sínum fyrir þinglok, en þau eru fyrirhuguð hinn 15. september næstkomandi. Atli sagði að nefndin stefndi að því að skila niðurstöðum sínum fyrir lok ágúst.
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Sjá meira