Eiginmaður og sonur Ingibjargar Sólrúnar segja sig úr Samfylkingunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. október 2010 12:15 Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segist hryggur yfir þeirri ákvörðun Alþingis að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/GVA Björgvin G. Sigurðsson segist hryggur yfir því að Geir H. Haarde hafi einn verið ákærður fyrir landsdómi. Hann segist hafa gengið í gegnum allt tilfinningalitrófið, en skrifað sig frá reiðinni. Eiginmaður og yngri sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna atkvæðagreiðslunnar í landsdómsmálinu. Mikil óánægja er meðal Samfylkingarfólks með að hluti þingflokksins hafi viljað ákæra fyrrverandi ráðherra flokksins fyrir landsdómi, þótt það hafi á endanum verið niðurstaða Alþingis að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra einan. Bæði Hjörleifur Sveinbjörnsson, eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, og yngri sonur þeirra hjóna, sögðu sig úr Samfylkingunni í þessari viku þegar atkvæðagreiðslan á Alþingi lá fyrir. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem var á endanum ekki ákærður, sneri aftur á Alþingi í gær. Hann segist hryggur yfir þeirri niðurstöðu þingsins að ákæra Geir. „Mér þótti niðurstaðan dapurleg. Ég var ekkert ánægður með það og var hryggur yfir því að Geir skyldi sendur fyrir landsdóm því mér þykir efni ekki standa til. Það sem var gert og ekki gert síðustu mánuðina fyrir hrun og alþjóðakreppuna miklu hefur ekki verið sýnt fram á að hefði haft afgerandi áhrif," segir Björgvin. Þessi tími fram að atkvæðagreiðslunni hefur verið erfiður fyrir Björgvin, en hann segist hafa farð í gegnum allt tilfinningalitrófið. Hann segist hins vegar ekki bera kala til nokkurs manns og segist hafa skrifað sig frá reiðinni. Fram kefur komið að Björgvin ætlaði að segja af sér embætti strax daginn eftir örlagaríka ákvörðun ríkisins um að taka yfir 75 prósenta hlut í Glitni banka hinn 29. september september 2008. Ástæðan er sú að honum, sem ráðherra bankamála, hafði verið haldið utan við atburðarásina sem leiddi til yfirtökunnar. Össur Skarphéðinsson lagði hins vegar hart að honum að halda áfram og segja ekki af sér. Kemur þetta t.d fram í Umsátrinu, bók Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. En hvernig er samband Björgvins og Össurar í dag? „Samband okkar er jafn gott núna og það var fyrir tíu árum," segir Björgvin. Landsdómur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson segist hryggur yfir því að Geir H. Haarde hafi einn verið ákærður fyrir landsdómi. Hann segist hafa gengið í gegnum allt tilfinningalitrófið, en skrifað sig frá reiðinni. Eiginmaður og yngri sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna atkvæðagreiðslunnar í landsdómsmálinu. Mikil óánægja er meðal Samfylkingarfólks með að hluti þingflokksins hafi viljað ákæra fyrrverandi ráðherra flokksins fyrir landsdómi, þótt það hafi á endanum verið niðurstaða Alþingis að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra einan. Bæði Hjörleifur Sveinbjörnsson, eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, og yngri sonur þeirra hjóna, sögðu sig úr Samfylkingunni í þessari viku þegar atkvæðagreiðslan á Alþingi lá fyrir. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem var á endanum ekki ákærður, sneri aftur á Alþingi í gær. Hann segist hryggur yfir þeirri niðurstöðu þingsins að ákæra Geir. „Mér þótti niðurstaðan dapurleg. Ég var ekkert ánægður með það og var hryggur yfir því að Geir skyldi sendur fyrir landsdóm því mér þykir efni ekki standa til. Það sem var gert og ekki gert síðustu mánuðina fyrir hrun og alþjóðakreppuna miklu hefur ekki verið sýnt fram á að hefði haft afgerandi áhrif," segir Björgvin. Þessi tími fram að atkvæðagreiðslunni hefur verið erfiður fyrir Björgvin, en hann segist hafa farð í gegnum allt tilfinningalitrófið. Hann segist hins vegar ekki bera kala til nokkurs manns og segist hafa skrifað sig frá reiðinni. Fram kefur komið að Björgvin ætlaði að segja af sér embætti strax daginn eftir örlagaríka ákvörðun ríkisins um að taka yfir 75 prósenta hlut í Glitni banka hinn 29. september september 2008. Ástæðan er sú að honum, sem ráðherra bankamála, hafði verið haldið utan við atburðarásina sem leiddi til yfirtökunnar. Össur Skarphéðinsson lagði hins vegar hart að honum að halda áfram og segja ekki af sér. Kemur þetta t.d fram í Umsátrinu, bók Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. En hvernig er samband Björgvins og Össurar í dag? „Samband okkar er jafn gott núna og það var fyrir tíu árum," segir Björgvin.
Landsdómur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira