Óli Kr. Ármannsson: Velvild frá Lúx 20. maí 2010 06:00 Áfanga var náð í endurreisn íslensks efnahagslífs með samkomulagi því sem Már Guðmundsson seðlabankasjóri og Yves Mersch, seðlabankastjóri í Lúxemborg, undirrituðu snemma í gærmorgun. Fram til þessa hefur Seðlabankinn í Lúxemborg verið stærsti einstaki erlendi eigandi krónueigna. Samkomulagið léttir þrýstingi af gengi krónunnar og eykur likur á að hér verði hægt að lækka stýrivexti enn frekar og taka fleiri skref í þá átt að draga úr gjaldeyrishöftum. Í viðtali við Fréttablaðið í dag segir Már samninginn marka mikilvægan áfanga í því að Seðlabankinn sé á ný tekinn að þróa alvöru sambönd við erlenda seðlabanka. Bankinn sé að „komast í klúbbinn" aftur. Þannig aukist almennt traust á landinu. Þá segir hann að Seðlabanki Lúxemborgar hafi sýnt okkur ákveðinn velvilja. Enda er verið að lána okkur fyrir kaupunum á viðlíka kjörum og hafa verið á lánum Norðulandanna til Íslands eftir hrun. „Hið vinsamlega og uppbyggilega viðmót sem Mersch seðlabankastjóri hefur sýnt í þessu ferli kemur að góðu haldi við að leysa sum þeirra vandamála sem skapast hafa vegna falls banka á Íslandi í fjármálakreppunni og leggur traustan grunn að áframhaldandi góðu samstarfi á milli Seðlabanka Lúxemborgar og Seðlabanka Íslands," er eftir Má haft í tilkynningu Seðlabankans í gær. Seðlabankinn í Lúxemborg er hluti af fjármálakerfi evrunnar og stofnaður á sama tíma og Seðlabanki Evrópu (ECB). Bankinn gefur út evrur líkt og Seðlabanki Evrópu. Sú staðreynd að bankinn skuli koma til móts við Íslendinga með þessum hætti endurspeglar í raun velvild í garð þjóðar sem er í þrengingum eftir að hafa farið illilega út af sporinu í stjórnsýslu og eftirliti með fjármálakerfi sínu. Um leið grefur samkomulagið undan málatilbúnaði þeirra sem viljað hafa mála samskipti Íslands við önnur ríki svörtum litum og virðast trúa því að önnur ríki Evrópu vilji fremur leggja stein í götu Íslands en greiða hana. Á tímum sem þessum er vert að spyrja sig hverjum gagnist að grafa undan sambandi Íslands við önnur Evrópuríki. Getur verið að einhver hafi af því hag að Ísland troði illsakir við Breta og Hollendinga? Að minnsta kosti hljóta það að vera ansi sértækir hagsmunir sem sjá því allt til foráttu að hér verði tekin upp mynt sem fæli í sér aukinn stöðugleika, lægri vexti og þar með möguleikann á afnámi verðtryggingar. Er þá ekki horft til áhrifa Evrópusambandsaðildar til batnaðar á verðlag og samkeppni, fyrir utan aukið aðhald sem íslenska stjórnmálamenn hefur sárvantað. Ein kenning er að peningaöfl hér á landi vilji ná vopnum sínum eftir hrunið og kaupa upp (og skipta á milli sín í takt við valdahlutföll fyrri tíma) þær eignir sem nú eru á forræði bankanna. Þessi öfl kæri sig ekki um að þurfa að keppa við erlenda fjárfestingu. Kenningin er ekki verri en hver önnur í því að hún kann að skýra annars furðulega orðræðu einangrunarhyggju og ótta við útlendinga. Víst hefur einhver hag af því að snúa baki við Evrópusambandinu, en það er alveg örugglega ekki almenningur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Óli Kr. Ármannsson Skoðanir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Áfanga var náð í endurreisn íslensks efnahagslífs með samkomulagi því sem Már Guðmundsson seðlabankasjóri og Yves Mersch, seðlabankastjóri í Lúxemborg, undirrituðu snemma í gærmorgun. Fram til þessa hefur Seðlabankinn í Lúxemborg verið stærsti einstaki erlendi eigandi krónueigna. Samkomulagið léttir þrýstingi af gengi krónunnar og eykur likur á að hér verði hægt að lækka stýrivexti enn frekar og taka fleiri skref í þá átt að draga úr gjaldeyrishöftum. Í viðtali við Fréttablaðið í dag segir Már samninginn marka mikilvægan áfanga í því að Seðlabankinn sé á ný tekinn að þróa alvöru sambönd við erlenda seðlabanka. Bankinn sé að „komast í klúbbinn" aftur. Þannig aukist almennt traust á landinu. Þá segir hann að Seðlabanki Lúxemborgar hafi sýnt okkur ákveðinn velvilja. Enda er verið að lána okkur fyrir kaupunum á viðlíka kjörum og hafa verið á lánum Norðulandanna til Íslands eftir hrun. „Hið vinsamlega og uppbyggilega viðmót sem Mersch seðlabankastjóri hefur sýnt í þessu ferli kemur að góðu haldi við að leysa sum þeirra vandamála sem skapast hafa vegna falls banka á Íslandi í fjármálakreppunni og leggur traustan grunn að áframhaldandi góðu samstarfi á milli Seðlabanka Lúxemborgar og Seðlabanka Íslands," er eftir Má haft í tilkynningu Seðlabankans í gær. Seðlabankinn í Lúxemborg er hluti af fjármálakerfi evrunnar og stofnaður á sama tíma og Seðlabanki Evrópu (ECB). Bankinn gefur út evrur líkt og Seðlabanki Evrópu. Sú staðreynd að bankinn skuli koma til móts við Íslendinga með þessum hætti endurspeglar í raun velvild í garð þjóðar sem er í þrengingum eftir að hafa farið illilega út af sporinu í stjórnsýslu og eftirliti með fjármálakerfi sínu. Um leið grefur samkomulagið undan málatilbúnaði þeirra sem viljað hafa mála samskipti Íslands við önnur ríki svörtum litum og virðast trúa því að önnur ríki Evrópu vilji fremur leggja stein í götu Íslands en greiða hana. Á tímum sem þessum er vert að spyrja sig hverjum gagnist að grafa undan sambandi Íslands við önnur Evrópuríki. Getur verið að einhver hafi af því hag að Ísland troði illsakir við Breta og Hollendinga? Að minnsta kosti hljóta það að vera ansi sértækir hagsmunir sem sjá því allt til foráttu að hér verði tekin upp mynt sem fæli í sér aukinn stöðugleika, lægri vexti og þar með möguleikann á afnámi verðtryggingar. Er þá ekki horft til áhrifa Evrópusambandsaðildar til batnaðar á verðlag og samkeppni, fyrir utan aukið aðhald sem íslenska stjórnmálamenn hefur sárvantað. Ein kenning er að peningaöfl hér á landi vilji ná vopnum sínum eftir hrunið og kaupa upp (og skipta á milli sín í takt við valdahlutföll fyrri tíma) þær eignir sem nú eru á forræði bankanna. Þessi öfl kæri sig ekki um að þurfa að keppa við erlenda fjárfestingu. Kenningin er ekki verri en hver önnur í því að hún kann að skýra annars furðulega orðræðu einangrunarhyggju og ótta við útlendinga. Víst hefur einhver hag af því að snúa baki við Evrópusambandinu, en það er alveg örugglega ekki almenningur.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun