Hafa játað á sig 75 innbrot 16. mars 2011 06:00 Þrír menn, tveir sautján ára og einn 23 ára, hafa verið ákærðir fyrir innbrot á 75 heimili, langflest á bilinu frá október í fyrra og til áramóta. Þegar mennirnir létu mest að sér kveða, í október og nóvember, voru þeir að verki í drjúgum hluta allra innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, allir pólskir, hafa játað öll brotin. Þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan um miðjan janúar. Þeir vildu í upphafi lítið kannast við málið en hafa verið mjög samvinnuþýðir á síðari stigum og játningum þeirra ber saman í meginatriðum, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Tryggingafélög hafa þegar greitt út um 30 milljónir til þeirra sem brotist var inn hjá, bæði vegna glataðra muna og tjóns á húsnæði. Tryggingar dekka þó einungis hluta tjónsins auk þess sem margir voru alls ótryggðir, og því þykir ljóst að milljónirnar 30 eru aðeins brot af tjóninu sem hlaust af glæpum mannanna. Málið, og ákæran sem af því leiðir, er risavaxið að sögn Árna. Til marks um það er að tveir lögreglumenn hafa ekki gert annað frá áramótum en að rannsaka það. „Ég hef aldrei séð stærra mál af þessu tagi," segir hann. Fjórði maðurinn, Pólverji um þrítugt, er einnig í varðhaldi og verður senn ákærður fyrir að hafa keypt þorrann af öllu þýfinu úr innbrotum þremenninganna og selt áfram. Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði yfirumsjón með rannsókninni á þætti hans og segir að maðurinn hafi að líkindum hagnast um nokkrar milljónir á milligöngunni. Ekkert fé hafi þó fundist. Margeir segir að ekki liggi fyrir hvort maðurinn hafi beinlínis gert þremenningana út af örkinni til innbrota. Lögregla hefur rætt við um þrjátíu manns sem keyptu af honum þýfi og segir Margeir að tíu til tólf þeirra megi eiga von á ákæru fyrir að hafa gert það vitandi að um þýfi væri að ræða. Lagt var hald á lítinn hluta þýfisins í fórum mannsins og viðskiptavina hans. Margeir segist merkja að nú sé ný innbrotaalda af sama toga tekin að rísa. „Nú er þetta byrjað aftur. Ekki í eins miklum mæli, en þetta byrjaði hægt þá og virðist gera það líka núna," segir hann. Lögregluyfirvöld telja mennina fjóra hluta af skipulögðu glæpagengi Pólverja og Litháa hérlendis, einu fjögurra gengja sem nú skipti með sér íslenskum undirheimum. - sh Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Þrír menn, tveir sautján ára og einn 23 ára, hafa verið ákærðir fyrir innbrot á 75 heimili, langflest á bilinu frá október í fyrra og til áramóta. Þegar mennirnir létu mest að sér kveða, í október og nóvember, voru þeir að verki í drjúgum hluta allra innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, allir pólskir, hafa játað öll brotin. Þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan um miðjan janúar. Þeir vildu í upphafi lítið kannast við málið en hafa verið mjög samvinnuþýðir á síðari stigum og játningum þeirra ber saman í meginatriðum, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Tryggingafélög hafa þegar greitt út um 30 milljónir til þeirra sem brotist var inn hjá, bæði vegna glataðra muna og tjóns á húsnæði. Tryggingar dekka þó einungis hluta tjónsins auk þess sem margir voru alls ótryggðir, og því þykir ljóst að milljónirnar 30 eru aðeins brot af tjóninu sem hlaust af glæpum mannanna. Málið, og ákæran sem af því leiðir, er risavaxið að sögn Árna. Til marks um það er að tveir lögreglumenn hafa ekki gert annað frá áramótum en að rannsaka það. „Ég hef aldrei séð stærra mál af þessu tagi," segir hann. Fjórði maðurinn, Pólverji um þrítugt, er einnig í varðhaldi og verður senn ákærður fyrir að hafa keypt þorrann af öllu þýfinu úr innbrotum þremenninganna og selt áfram. Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði yfirumsjón með rannsókninni á þætti hans og segir að maðurinn hafi að líkindum hagnast um nokkrar milljónir á milligöngunni. Ekkert fé hafi þó fundist. Margeir segir að ekki liggi fyrir hvort maðurinn hafi beinlínis gert þremenningana út af örkinni til innbrota. Lögregla hefur rætt við um þrjátíu manns sem keyptu af honum þýfi og segir Margeir að tíu til tólf þeirra megi eiga von á ákæru fyrir að hafa gert það vitandi að um þýfi væri að ræða. Lagt var hald á lítinn hluta þýfisins í fórum mannsins og viðskiptavina hans. Margeir segist merkja að nú sé ný innbrotaalda af sama toga tekin að rísa. „Nú er þetta byrjað aftur. Ekki í eins miklum mæli, en þetta byrjaði hægt þá og virðist gera það líka núna," segir hann. Lögregluyfirvöld telja mennina fjóra hluta af skipulögðu glæpagengi Pólverja og Litháa hérlendis, einu fjögurra gengja sem nú skipti með sér íslenskum undirheimum. - sh
Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira