Gleymdu börnin Steinunn Stefánsdóttir skrifar 18. febrúar 2011 09:26 SkýrslaBarnaheilla um börn sem verða vitni að heimilisofbeldi í íslensku samfélagi er svo sannarlega svört. Svo virðist sem málefni þessara barna séu í einhvers konar svartholi sem verður til úr ófullnægjandi löggjöf, andvaraleysi fyrir því að þessi börn búa við mikla erfiðleika og vanlíðan, skorti á úrræðum og ófullnægjandi samráði milli þeirra aðila sem koma að málefnum þessara barna. Talið er að minnsta kosti 2,5% íslenskra barna eða um 2.000 börn verði á ári hverju vitni að ofbeldi gegn móður sinni eða milli foreldra. Á þessi börn er þó ekki litið sem þolendur ofbeldis. Samt er ljóst að barn sem verður vitni að ofbeldi, að ekki sé talað um barn sem býr við þann veruleika að þurfa að horfa upp á ofbeldi ítrekað á heimili sínu, sem einmitt á að vera því skjól, yfir langt tímabil og lifir við ógnina sem það veldur að geta hvenær sem er átt von á ofbeldinu, ber af því skaða. Enginn formlegur farvegur er til um málefni barna sem horfa upp á ofbeldi inni á heimili sínu, jafnvel þótt málefni brotaþolans, oftast móður, séu í farvegi og hún fái formlega aðstoð við að vinna úr sínum málum. Í skýrslunni kalla Barnaheill - Save the Children eftir heildstæðri stefnu í málefnum barna sem verða vitni að heimilisofbeldi. Teikn eru um að vitundarvakning eigi sér nú stað um stöðu þessara barna. Barnaverndarstofa hefur nýlega skipað starfshóp með fulltrúum barnaverndar og lögreglu og er markmið hans að gera verklagsreglur sem snúa að börnum í heimilisofbeldismálum. Sömuleiðis hefur verið kannað að stækka Barnahús til að geta boðið börnum sem búa við heimilisofbeldi áfallameðferð. Þegar hefur verið komið á fót hópmeðferð á vegum Barnaverndarstofu fyrir börn sem hafa búið við heimilisofbeldi en gera það ekki lengur. Þessi meðferð stendur þó ekki yngstu börnunum til boða og ekki heldur börnum sem ekki tala íslensku. Hafa verður í huga að aðeins eru fáeinir áratugir síðan ofbeldi innan veggja heimilis lá í algeru þagnargildi. Svo er ekki lengur og góðu heilli eiga konur sem við slíkt ofbeldi búa nú mun betri möguleika en áður var til að komast út úr aðstæðum sínum. Nú er sannarlega komið að því að gefa börnum sem hafa mátt horfa upp á ofbeldið gaum, hlusta á þau og veita þeim þá hjálp sem þau þurfa hvert og eitt á sínum forsendum. Þessi börn eru nefnilega líka þolendur ofbeldis, jafnvel þótt aldrei hafi verið lagðar á þau hendur. Það verður að búa til heildstæða stefnu um það hvernig tekið er á málum þessa barnahóps. Það verður að finna börnin, hlusta á þau og tryggja þeim markviss úrræði til hjálpar. Sömuleiðis er brýnt að standa vörð um öryggi þeirra og vernd, líka þegar úrskurðað er í umgengnis- og forræðismálum þar sem heimilisofbeldi hefur átt sér stað. Málefni barna sem búa við heimilisofbeldi verða að komast upp úr svartholinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun
SkýrslaBarnaheilla um börn sem verða vitni að heimilisofbeldi í íslensku samfélagi er svo sannarlega svört. Svo virðist sem málefni þessara barna séu í einhvers konar svartholi sem verður til úr ófullnægjandi löggjöf, andvaraleysi fyrir því að þessi börn búa við mikla erfiðleika og vanlíðan, skorti á úrræðum og ófullnægjandi samráði milli þeirra aðila sem koma að málefnum þessara barna. Talið er að minnsta kosti 2,5% íslenskra barna eða um 2.000 börn verði á ári hverju vitni að ofbeldi gegn móður sinni eða milli foreldra. Á þessi börn er þó ekki litið sem þolendur ofbeldis. Samt er ljóst að barn sem verður vitni að ofbeldi, að ekki sé talað um barn sem býr við þann veruleika að þurfa að horfa upp á ofbeldi ítrekað á heimili sínu, sem einmitt á að vera því skjól, yfir langt tímabil og lifir við ógnina sem það veldur að geta hvenær sem er átt von á ofbeldinu, ber af því skaða. Enginn formlegur farvegur er til um málefni barna sem horfa upp á ofbeldi inni á heimili sínu, jafnvel þótt málefni brotaþolans, oftast móður, séu í farvegi og hún fái formlega aðstoð við að vinna úr sínum málum. Í skýrslunni kalla Barnaheill - Save the Children eftir heildstæðri stefnu í málefnum barna sem verða vitni að heimilisofbeldi. Teikn eru um að vitundarvakning eigi sér nú stað um stöðu þessara barna. Barnaverndarstofa hefur nýlega skipað starfshóp með fulltrúum barnaverndar og lögreglu og er markmið hans að gera verklagsreglur sem snúa að börnum í heimilisofbeldismálum. Sömuleiðis hefur verið kannað að stækka Barnahús til að geta boðið börnum sem búa við heimilisofbeldi áfallameðferð. Þegar hefur verið komið á fót hópmeðferð á vegum Barnaverndarstofu fyrir börn sem hafa búið við heimilisofbeldi en gera það ekki lengur. Þessi meðferð stendur þó ekki yngstu börnunum til boða og ekki heldur börnum sem ekki tala íslensku. Hafa verður í huga að aðeins eru fáeinir áratugir síðan ofbeldi innan veggja heimilis lá í algeru þagnargildi. Svo er ekki lengur og góðu heilli eiga konur sem við slíkt ofbeldi búa nú mun betri möguleika en áður var til að komast út úr aðstæðum sínum. Nú er sannarlega komið að því að gefa börnum sem hafa mátt horfa upp á ofbeldið gaum, hlusta á þau og veita þeim þá hjálp sem þau þurfa hvert og eitt á sínum forsendum. Þessi börn eru nefnilega líka þolendur ofbeldis, jafnvel þótt aldrei hafi verið lagðar á þau hendur. Það verður að búa til heildstæða stefnu um það hvernig tekið er á málum þessa barnahóps. Það verður að finna börnin, hlusta á þau og tryggja þeim markviss úrræði til hjálpar. Sömuleiðis er brýnt að standa vörð um öryggi þeirra og vernd, líka þegar úrskurðað er í umgengnis- og forræðismálum þar sem heimilisofbeldi hefur átt sér stað. Málefni barna sem búa við heimilisofbeldi verða að komast upp úr svartholinu.