Buchheit um nýju samningana - myndband Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. febrúar 2011 15:41 Lee Buchheit sem var formaður nýju Icesave-samninganefndarinnar hélt fyrirlestur í Öskju, Háskóla Íslands, hinn 10. desember síðastliðinn, daginn eftir að samningarnir voru kynntir í Iðnó. Í fyrirlestrinum í Öskju fór hann ítarlega yfir nýju Icesave-samningana og kosti þeirra og galla. Sjá má samantekt um málið og fyrirlestur Buchheits í myndskeiði með fréttinni, en fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók fyrirlesturinn upp í heild sinni. Buchheit sagði að allt benti til þess að eignir þrotabús Landsbankans myndu duga fyrir stærstum hluta samningsupphæðarinnar, ef ekki allri upphæðinni. Hins vegar væri ennþá ákveðin áhætta tengd gengi krónunnar. Ef gengi krónunnar myndi veikjast myndi mismunurinn á eignum búsins og kröfunum hugsanlega verða meiri. Talsverðar líkur væru á að eignirnar myndu duga fyrir allri upphæðinni og aðeins ef það yrði einhvers konar stórslys (e. catastrophic situation)vmyndi há fjárhæð lenda á íslenskum skattgreiðendum. Buchheit sagði að gengið væri út frá því að eignirnar myndu duga. Hins vegar hafi þurft að hafa ákvæði í samningnum sem tækju á því ef eignirnar dygðu ekki. Buchheit sagði varðandi vextina, sem eru 3,3 prósent á nýju samningunum, að samninganefndin hefði stillt málinu þannig upp að samningsaðilarnir allir, Ísland, Bretland og Holland bæru ábyrgð sameiginlega á málinu. Ekki væri hægt að ganga út frá því að um hefðbundna lánasamninga væri að ræða. Buccheit sagði að vextirnir á nýju samningunum væru eingöngu miðaðir út frá kostnaði ríkjanna við fjármögnun, engu öðru. Síðar á upptökunni má síðan heyra spurningar úr sal, en Buchheit svaraði spurningum um ýmis álitaefni frá fræðimönnum og öðrum gestum á fyrirlestrinum. Tekið skal fram að síðari hluti myndbandsins er á köflum hrár og óklipptur. thorbjorn@stod2.is Icesave Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Lee Buchheit sem var formaður nýju Icesave-samninganefndarinnar hélt fyrirlestur í Öskju, Háskóla Íslands, hinn 10. desember síðastliðinn, daginn eftir að samningarnir voru kynntir í Iðnó. Í fyrirlestrinum í Öskju fór hann ítarlega yfir nýju Icesave-samningana og kosti þeirra og galla. Sjá má samantekt um málið og fyrirlestur Buchheits í myndskeiði með fréttinni, en fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók fyrirlesturinn upp í heild sinni. Buchheit sagði að allt benti til þess að eignir þrotabús Landsbankans myndu duga fyrir stærstum hluta samningsupphæðarinnar, ef ekki allri upphæðinni. Hins vegar væri ennþá ákveðin áhætta tengd gengi krónunnar. Ef gengi krónunnar myndi veikjast myndi mismunurinn á eignum búsins og kröfunum hugsanlega verða meiri. Talsverðar líkur væru á að eignirnar myndu duga fyrir allri upphæðinni og aðeins ef það yrði einhvers konar stórslys (e. catastrophic situation)vmyndi há fjárhæð lenda á íslenskum skattgreiðendum. Buchheit sagði að gengið væri út frá því að eignirnar myndu duga. Hins vegar hafi þurft að hafa ákvæði í samningnum sem tækju á því ef eignirnar dygðu ekki. Buchheit sagði varðandi vextina, sem eru 3,3 prósent á nýju samningunum, að samninganefndin hefði stillt málinu þannig upp að samningsaðilarnir allir, Ísland, Bretland og Holland bæru ábyrgð sameiginlega á málinu. Ekki væri hægt að ganga út frá því að um hefðbundna lánasamninga væri að ræða. Buccheit sagði að vextirnir á nýju samningunum væru eingöngu miðaðir út frá kostnaði ríkjanna við fjármögnun, engu öðru. Síðar á upptökunni má síðan heyra spurningar úr sal, en Buchheit svaraði spurningum um ýmis álitaefni frá fræðimönnum og öðrum gestum á fyrirlestrinum. Tekið skal fram að síðari hluti myndbandsins er á köflum hrár og óklipptur. thorbjorn@stod2.is
Icesave Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent