Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. febrúar 2011 12:00 Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. Ragnar gerði athugasemdir við nokkur ákvæði í eldri Icesave-samningum þegar þeir lágu fyrir en hann var einna fyrstur til sumarið 2009 að benda á að ákvæði þeirra væru andstæð framkvæmd samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Ragnar var jafnframt þeirrar skoðunar að ekki væri nein ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingarsjóðs innistæðueigenda, en hann telur samt réttast að semja um lausn málsins. Ragnar Hall.Mun greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni „Ég lýsti þeirri skoðun að á þeim tíma að ég teldi að Ísland hefði ekki skuldbindingar að lögum til þess að það væri ríkisábyrgð á tryggingarsjóðnum eða greiðslum í hann. Hins vegar hef ég talið frá upphafi, og lýst þeirri skoðun oftar en einu sinni, að það væri best fyrir okkur að semja okkur út úr þessum vanda. Þó ég væri óánægður með samninginn sem var gerður. Ég er því hlynntur því að samningarnir sem nú liggja fyrir verði samþykktir," segir Ragnar. Þannig að þú munt greiða atkvæði með þessum samningum í þjóðaratkvæðagreiðslunni? „Já, ég mun gera það." Ragnar segir að alltaf megi deila um hvað sé sanngjarnt og hvað ekki þegar komi að samningum. Hins vegar fylgi öllum málaferlum einhver áhætta. „Og ef niðurstaða dómstóla yrði sú að við hefðum að einhverju leyti vanrækt skyldur okkar í sambandi við þennan sjóð (Tryggingarsjóð innistæðueigenda innsk.blm) þannig að íslenska ríkið verði að taka afleiðingunum af því og bera þetta tjón þá væri það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa tekist um. Mér finnst ekki ráðlegt að taka þá áhættu," segir Ragnar. thorbjorn@stod2.is Icesave Tengdar fréttir Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá "Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. 21. febrúar 2011 17:15 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. Ragnar gerði athugasemdir við nokkur ákvæði í eldri Icesave-samningum þegar þeir lágu fyrir en hann var einna fyrstur til sumarið 2009 að benda á að ákvæði þeirra væru andstæð framkvæmd samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Ragnar var jafnframt þeirrar skoðunar að ekki væri nein ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingarsjóðs innistæðueigenda, en hann telur samt réttast að semja um lausn málsins. Ragnar Hall.Mun greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni „Ég lýsti þeirri skoðun að á þeim tíma að ég teldi að Ísland hefði ekki skuldbindingar að lögum til þess að það væri ríkisábyrgð á tryggingarsjóðnum eða greiðslum í hann. Hins vegar hef ég talið frá upphafi, og lýst þeirri skoðun oftar en einu sinni, að það væri best fyrir okkur að semja okkur út úr þessum vanda. Þó ég væri óánægður með samninginn sem var gerður. Ég er því hlynntur því að samningarnir sem nú liggja fyrir verði samþykktir," segir Ragnar. Þannig að þú munt greiða atkvæði með þessum samningum í þjóðaratkvæðagreiðslunni? „Já, ég mun gera það." Ragnar segir að alltaf megi deila um hvað sé sanngjarnt og hvað ekki þegar komi að samningum. Hins vegar fylgi öllum málaferlum einhver áhætta. „Og ef niðurstaða dómstóla yrði sú að við hefðum að einhverju leyti vanrækt skyldur okkar í sambandi við þennan sjóð (Tryggingarsjóð innistæðueigenda innsk.blm) þannig að íslenska ríkið verði að taka afleiðingunum af því og bera þetta tjón þá væri það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa tekist um. Mér finnst ekki ráðlegt að taka þá áhættu," segir Ragnar. thorbjorn@stod2.is
Icesave Tengdar fréttir Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá "Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. 21. febrúar 2011 17:15 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá "Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. 21. febrúar 2011 17:15