Hengiflugið eða vegurinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 21. febrúar 2011 11:39 Og þá er maður sem sagt kominn með löggjafarvald. Áfram hefur maður samt þessa óþægilegu tilfinningu um að vera á fleygiferð í einhverja átt á stjórnlausum farkosti. Ef við beygjum til hægri bíður hengiflugið. Nei annars, ef við beygjum til hægri finnum við aftur veginn. Eða var það vinstri? Við sjáum ekkert út um gluggann. Spunaverkið Ísland Áfram hefur maður þessa óþægilegu tilfinningu um að Ísland sé spunnið áfram með dyntum og klækjum. Áfram heldur Ólafur Ragnar Grímsson að spinna áfram stjórnskipun landsins eftir því sem honum virðist hverju sinni að þetta eigi að vera. Það er kannski gaman - engin lognmolla - en samt pínulítið óþægileg þessi nagandi tilfinning um að fulltrúalýðræðið - þingræðið sem við höfum haft hér - sé í hættu. Fulltrúalýðræði höfum við nefnilega meðal annars til þess að hægt sé að taka ákvarðanir sem við viljum sjálf ekki beinlínis taka en vitum að þarf að taka. Þegar forsetinn var spurður út í það á Bessastöðum í gær hvernig hann réttlætti það að synja staðfestingar lögum sem sjötíu prósent þingmanna höfðu samþykkt - höfðu á bak við sig eindreginn þingvilja - þá svaraði hann með því að vísa til vilja minnihluta þingsins í öðru máli, sem var hvort vísa ætti málinu til þjóðaratkvæðis. Það svar var einkennilega út í hött. Forsetinn gat þess hins vegar að í þessu tiltekna máli hefði verið virkjað "tvískipt löggjafarvald" sem maður hefur aldrei heyrt um áður. Þjóðin kaus um allt annan samning sama máls, og ekki hefur verið kosið nýtt þing síðan, og þar með segir forsetinn löggjafarvaldið vera orðið tvískipt. Jamm. Þá er bara að reyna að rýna út um gluggann og mynda sér skoðun á því hvorum megin vegurinn sé - og hvorum megin hengiflugið.Gluggabréfið ógurlega Icesave-málið snýst um ábyrgð. Og væri auðveldara viðfangs ef þjóðin skynjaði að sjálfir hinir gömlu eigendur Landsbankans fengju að axla sína ábyrgð á þessu máli. En málið snýst samt líka um ábyrgð þjóðarbúsins á því að hafa látið undir höfuð leggjast að koma á fót nægilega sterkum innistæðutryggingasjóði til að inna af hendi þá lágmarkstryggingargreiðslu sem bar að gera við fall banka samkvæmt samningum undirrituðum af fulltrúum okkar. Það snýst líka um það að standa við skuldbindingar sem viðurkenndar hafa verið af fulltrúum Íslendinga frá tíð ríkisstjórnar Geirs Haarde. Það snýst líka um áreiðanleika í alþjóðlegum samskiptum. Og það snýst kannski ekki síst um hugsanlegar afleiðingar þess að þjóðin hafni þessum samningum - hvort þá blasir við hengiflugið: að íslenska þjóðarbúið verði dæmt til að borga allar innistæður Icesave-samninganna, ekki bara lágmarkið. Og þá erum við farin að tala um alvöru upphæðir. Þjóðarbúið er eins og heimili og Icesave er eins og ískyggilegt gluggabréf. Við vitum að það er bara hægt að gera tvennt við gluggabréf: að borga eða fara og reyna að semja. Það er ekki hægt að halda atkvæðagreiðslu um það í fjölskyldunni að láta það hverfa. Um hríð höfðum við foreldra sem voru ansi hressir. Þeir gáfu nokkrum af strákunum úr barnahópnum eignir fjölskyldunnar og sögðu: Þið hérna eigið fiskinn í sjónum, og þið hérna eigið þennan banka og þú - Bjöggi minn - mátt eiga þennan banka, við vitum að þegar þið eigið þetta sjálfir munið þið fara miklu betur með eignina en ef allir ættu þetta saman, það væri bara fé án hirðis. Strákarnir sem fengu gefins eignir fjölskyldunnar veðsettu þær aftur og aftur. Til varð einhver óraunveruleiki. Sumir voru afar hrifnir og fóru jafnvel í nálægar sóknir til að halda þar ræður um það hvernig strákarnir okkar bæru af öðrum. Við fylgdumst með þessu, hin börnin, það voru oft veislur, sum okkar tóku þátt, önnur ekki, sum fengu sér pallbíla og gljájeppa, önnur ekki. Þetta var óraunveruleiki og svo kom veruleikinn og þeir beint á hausinn. Þá kom á daginn að þeir höfðu tekið stórkostleg lán í nafni heimilisins og heimilið var í ábyrgð. Og það var enginn óraunveruleiki. Var þá allt okkur að kenna? Nei. Var allt á okkar ábyrgð og ekki annarra? Nei. Var þetta kannski ekkert okkar mál? Jú, því miður; þetta var ekki síst okkar mál. En sem sagt. nú er maður kominn með löggjafarvald. Mér finnst að við ættum að fá öll kaup fyrir það. Nógu mikil byrði er það. Þegar maður hefur einu sinni sannfært sig um að hann eigi ekki að borga eitthvað er erfitt að sannfæra hann um annað. Nema hann viti að hengiflugið bíður ef hann beygir í vitlausa átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun
Og þá er maður sem sagt kominn með löggjafarvald. Áfram hefur maður samt þessa óþægilegu tilfinningu um að vera á fleygiferð í einhverja átt á stjórnlausum farkosti. Ef við beygjum til hægri bíður hengiflugið. Nei annars, ef við beygjum til hægri finnum við aftur veginn. Eða var það vinstri? Við sjáum ekkert út um gluggann. Spunaverkið Ísland Áfram hefur maður þessa óþægilegu tilfinningu um að Ísland sé spunnið áfram með dyntum og klækjum. Áfram heldur Ólafur Ragnar Grímsson að spinna áfram stjórnskipun landsins eftir því sem honum virðist hverju sinni að þetta eigi að vera. Það er kannski gaman - engin lognmolla - en samt pínulítið óþægileg þessi nagandi tilfinning um að fulltrúalýðræðið - þingræðið sem við höfum haft hér - sé í hættu. Fulltrúalýðræði höfum við nefnilega meðal annars til þess að hægt sé að taka ákvarðanir sem við viljum sjálf ekki beinlínis taka en vitum að þarf að taka. Þegar forsetinn var spurður út í það á Bessastöðum í gær hvernig hann réttlætti það að synja staðfestingar lögum sem sjötíu prósent þingmanna höfðu samþykkt - höfðu á bak við sig eindreginn þingvilja - þá svaraði hann með því að vísa til vilja minnihluta þingsins í öðru máli, sem var hvort vísa ætti málinu til þjóðaratkvæðis. Það svar var einkennilega út í hött. Forsetinn gat þess hins vegar að í þessu tiltekna máli hefði verið virkjað "tvískipt löggjafarvald" sem maður hefur aldrei heyrt um áður. Þjóðin kaus um allt annan samning sama máls, og ekki hefur verið kosið nýtt þing síðan, og þar með segir forsetinn löggjafarvaldið vera orðið tvískipt. Jamm. Þá er bara að reyna að rýna út um gluggann og mynda sér skoðun á því hvorum megin vegurinn sé - og hvorum megin hengiflugið.Gluggabréfið ógurlega Icesave-málið snýst um ábyrgð. Og væri auðveldara viðfangs ef þjóðin skynjaði að sjálfir hinir gömlu eigendur Landsbankans fengju að axla sína ábyrgð á þessu máli. En málið snýst samt líka um ábyrgð þjóðarbúsins á því að hafa látið undir höfuð leggjast að koma á fót nægilega sterkum innistæðutryggingasjóði til að inna af hendi þá lágmarkstryggingargreiðslu sem bar að gera við fall banka samkvæmt samningum undirrituðum af fulltrúum okkar. Það snýst líka um það að standa við skuldbindingar sem viðurkenndar hafa verið af fulltrúum Íslendinga frá tíð ríkisstjórnar Geirs Haarde. Það snýst líka um áreiðanleika í alþjóðlegum samskiptum. Og það snýst kannski ekki síst um hugsanlegar afleiðingar þess að þjóðin hafni þessum samningum - hvort þá blasir við hengiflugið: að íslenska þjóðarbúið verði dæmt til að borga allar innistæður Icesave-samninganna, ekki bara lágmarkið. Og þá erum við farin að tala um alvöru upphæðir. Þjóðarbúið er eins og heimili og Icesave er eins og ískyggilegt gluggabréf. Við vitum að það er bara hægt að gera tvennt við gluggabréf: að borga eða fara og reyna að semja. Það er ekki hægt að halda atkvæðagreiðslu um það í fjölskyldunni að láta það hverfa. Um hríð höfðum við foreldra sem voru ansi hressir. Þeir gáfu nokkrum af strákunum úr barnahópnum eignir fjölskyldunnar og sögðu: Þið hérna eigið fiskinn í sjónum, og þið hérna eigið þennan banka og þú - Bjöggi minn - mátt eiga þennan banka, við vitum að þegar þið eigið þetta sjálfir munið þið fara miklu betur með eignina en ef allir ættu þetta saman, það væri bara fé án hirðis. Strákarnir sem fengu gefins eignir fjölskyldunnar veðsettu þær aftur og aftur. Til varð einhver óraunveruleiki. Sumir voru afar hrifnir og fóru jafnvel í nálægar sóknir til að halda þar ræður um það hvernig strákarnir okkar bæru af öðrum. Við fylgdumst með þessu, hin börnin, það voru oft veislur, sum okkar tóku þátt, önnur ekki, sum fengu sér pallbíla og gljájeppa, önnur ekki. Þetta var óraunveruleiki og svo kom veruleikinn og þeir beint á hausinn. Þá kom á daginn að þeir höfðu tekið stórkostleg lán í nafni heimilisins og heimilið var í ábyrgð. Og það var enginn óraunveruleiki. Var þá allt okkur að kenna? Nei. Var allt á okkar ábyrgð og ekki annarra? Nei. Var þetta kannski ekkert okkar mál? Jú, því miður; þetta var ekki síst okkar mál. En sem sagt. nú er maður kominn með löggjafarvald. Mér finnst að við ættum að fá öll kaup fyrir það. Nógu mikil byrði er það. Þegar maður hefur einu sinni sannfært sig um að hann eigi ekki að borga eitthvað er erfitt að sannfæra hann um annað. Nema hann viti að hengiflugið bíður ef hann beygir í vitlausa átt.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun