Skjaldarmerki fjarlægt af ræðupúlti í landsdómi 8. mars 2011 19:00 Fyrsta þinghald landsdóms í sögu lýðveldisins fór fram í dag. Þar var kröfu Geirs H. Haarde um að vera aðili máls fyrir héraðsdómi vísað frá landsdómi. Verjandi Geirs segir undirbúning ákærunnar vera í skötulíki. Landsdómur kom saman í húsnæði sínu í Þjóðmenningarhúsinu klukkan eitt í dag. Í upphafi þinghalds var málsaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hæfi dómara en enginn gerði það. Í byrjun febrúar úrskurðaði héraðsdómur að Geir H. Haarde hefði ekki stöðu málsaðila þegar saksóknari krafðist þess að fá gögn úr Þjóðskjalasafni afhent. Þannig fékk Geir ekki að koma sínum kröfum og athugasemdum á framfæri. Geir kærði úrskurðinn til landsdóms en landsdómur vísaði málinu frá í dag. Í samtali við fréttastofu segist saksóknari búast við því að það mál verði því tekið til efnismeðferðar í héraði á næstunni. Þá krafðist saksóknari þess fyrir landsdómi að forsætisráðuneytið afhenti sér öll tölvupóstsamskipti Geirs á því tímabili sem hann var forsætisráðherra. Andri Árnason, lögmaður Geirs krafðist þess í dag að málið yrði fellt niður enda væri saksóknari ekki hæfur til að sækja málið. Í lögum um landsdóm segir að kjósa skuli saksóknara jafnfram ákvörðun Alþingis um málshöfðun. Verjandi Geirs sagðist leggja þann skilning í orðið jafnframt að það skuli gert samhliða. Hins vegar hafi það ekki verið gert samhliða ákvörðun Alþingis og því sé saksóknari ekki kosinn með lögmætum hætti. Andri segir að ef dómurinn fellst á þessa kröfu þá verði málinu vísað frá. Hann segir þó ekki nóg að Alþingi gefi út nýja ákæru og kjósi saksóknara samhliða. Þá vekur athygli að ræðupúlt Þjóðmenningarhússins hefur lengi verið merkt gamla skjaldarmerki Íslands, hvítum fálka á bláum grunni, en það varð skjaldamerki þjóðarinnar með konungsúrskurði árið 1903 fram til ársins 1919. Í dag var hins vegar sú ákvörðun tekin að fjarlægja þetta merki af púltinu, en það þótti minna á merki Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa hefur ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum um hver tók þá ákvörðun. Landsdómur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Fyrsta þinghald landsdóms í sögu lýðveldisins fór fram í dag. Þar var kröfu Geirs H. Haarde um að vera aðili máls fyrir héraðsdómi vísað frá landsdómi. Verjandi Geirs segir undirbúning ákærunnar vera í skötulíki. Landsdómur kom saman í húsnæði sínu í Þjóðmenningarhúsinu klukkan eitt í dag. Í upphafi þinghalds var málsaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hæfi dómara en enginn gerði það. Í byrjun febrúar úrskurðaði héraðsdómur að Geir H. Haarde hefði ekki stöðu málsaðila þegar saksóknari krafðist þess að fá gögn úr Þjóðskjalasafni afhent. Þannig fékk Geir ekki að koma sínum kröfum og athugasemdum á framfæri. Geir kærði úrskurðinn til landsdóms en landsdómur vísaði málinu frá í dag. Í samtali við fréttastofu segist saksóknari búast við því að það mál verði því tekið til efnismeðferðar í héraði á næstunni. Þá krafðist saksóknari þess fyrir landsdómi að forsætisráðuneytið afhenti sér öll tölvupóstsamskipti Geirs á því tímabili sem hann var forsætisráðherra. Andri Árnason, lögmaður Geirs krafðist þess í dag að málið yrði fellt niður enda væri saksóknari ekki hæfur til að sækja málið. Í lögum um landsdóm segir að kjósa skuli saksóknara jafnfram ákvörðun Alþingis um málshöfðun. Verjandi Geirs sagðist leggja þann skilning í orðið jafnframt að það skuli gert samhliða. Hins vegar hafi það ekki verið gert samhliða ákvörðun Alþingis og því sé saksóknari ekki kosinn með lögmætum hætti. Andri segir að ef dómurinn fellst á þessa kröfu þá verði málinu vísað frá. Hann segir þó ekki nóg að Alþingi gefi út nýja ákæru og kjósi saksóknara samhliða. Þá vekur athygli að ræðupúlt Þjóðmenningarhússins hefur lengi verið merkt gamla skjaldarmerki Íslands, hvítum fálka á bláum grunni, en það varð skjaldamerki þjóðarinnar með konungsúrskurði árið 1903 fram til ársins 1919. Í dag var hins vegar sú ákvörðun tekin að fjarlægja þetta merki af púltinu, en það þótti minna á merki Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa hefur ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum um hver tók þá ákvörðun.
Landsdómur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira