Segir nei í þjóðaratkvæði seinka aðkomu ríkisins að mörkuðum 16. mars 2011 12:12 Þórarinn G. Pétursson og Már Guðmundsson á fundinum í morgun. Nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave mun seinka aðkomu ríkissjóðs að erlendum skuldabréfamörkuðum að mati seðlabankastjóra. Gerð áætlunar um losun gjaldeyrishafta er ekki lokið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum í bönkum og sparisjóðum verða áfram 3,25 prósent og hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum 4 prósent. Fram kemur í rökstuðningi nefndarinnar að útlit sé fyrir að verðbólga, sem nú mælist 1,9 prósent, verði heldur meiri á næstunni en áður hafði verið spáð. Þá bendi spár Hagstofunnar til þess að landsframleiðslan hafi dregist meira saman fyrr en Seðlabankinn spáði í febrúar. Þá segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar að óvissa um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave gefi tilefni til sérsatkrar aðgæslu um þessar mundir.Áform um afnám hafta munu ganga hægar Á kynningarfund í Seðlabankanum í morgun útskýrði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hvaða þýðingu þjóðaratkvæðagreiðslan hefði fyrir mótun peningastefnu bankans. „Það er mitt mat miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og það sem við höfum orðið áskynja að nei (í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave) muni tefja fyrir endurkomu ríkissjóðs á erlenda fjármagnsmarkaði og gera hana erfiða í nokkurn tíma. Og þar af leiðandi munu þá áform um afnám gjaldeyrishafta ganga hægar fram heldur en ella," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Seðlabankastjóri tók hins vegar sérstaklega fram að óvissu væri háð hvað þetta myndi tefja mikið fyrir, þ.e það lægi í raun og veru ekki fyrir. „Auðvitað vitum við ekki í hvaða mæli það mun tefja, en auðvitað ef það er í miklum mæli þá gæti það kallað á það að við myndum þurfa að greiða niður erlendu lánin í lok þessa árs beint af gjaldeyrisforðanum. Og þá munum við væntanlega þurfa að gefa í eitthvað í gjaldeyriskaupum og það myndi þýða lægra gengi, eitthvað aðeins meiri verðbólgu, eitthvað aðeins lægri kaupmátt," sagði Már. Margir „kokkar" Á fundinum í morgun kom fram að tafir hefðu orðið á gerð áætlunar um afnám gjaldeyrishafta, m.a þar sem margir kæmu að gerð hennar og margt hefði áhrif á áætlunina. Það var orðað þannig að margir „kokkar" kæmu að smíði áætlunarinnar. „Ástæða seinkunar, fjöldi kokka, það má ekki líta á það í neinni neikvæðri merkingu því það er mjög jákvætt að þarna séu margir kokkar. Vegna þess að þið vitið að þið fáið besta matinn úr þeim eldhúsum þar sem er fleiri en einn kokkur. Áætlunin verður betri fyrir bragðið. Auðvitað eru í þessu ýmsar flækjur, sérstaklega þegar horft er aðeins lengra fram á við," sagði Már. Már sagði að huga þyrfti að mörgu, en sagðist geta lofað því að í áætluninni yrði ekki tímasetningar um hvað yrði afnumið hvenær og hvað ekki. „Fyrstu skref í áætluninni munu gefa okkur mjög miklar upplýsingar." Þá kom fram á fundinum í morgun að Seðlabankinn hefði í smíðum sérstaka skýrslu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu sem kemur út í byrjun næsta árs. Icesave Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave mun seinka aðkomu ríkissjóðs að erlendum skuldabréfamörkuðum að mati seðlabankastjóra. Gerð áætlunar um losun gjaldeyrishafta er ekki lokið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum í bönkum og sparisjóðum verða áfram 3,25 prósent og hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum 4 prósent. Fram kemur í rökstuðningi nefndarinnar að útlit sé fyrir að verðbólga, sem nú mælist 1,9 prósent, verði heldur meiri á næstunni en áður hafði verið spáð. Þá bendi spár Hagstofunnar til þess að landsframleiðslan hafi dregist meira saman fyrr en Seðlabankinn spáði í febrúar. Þá segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar að óvissa um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave gefi tilefni til sérsatkrar aðgæslu um þessar mundir.Áform um afnám hafta munu ganga hægar Á kynningarfund í Seðlabankanum í morgun útskýrði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hvaða þýðingu þjóðaratkvæðagreiðslan hefði fyrir mótun peningastefnu bankans. „Það er mitt mat miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og það sem við höfum orðið áskynja að nei (í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave) muni tefja fyrir endurkomu ríkissjóðs á erlenda fjármagnsmarkaði og gera hana erfiða í nokkurn tíma. Og þar af leiðandi munu þá áform um afnám gjaldeyrishafta ganga hægar fram heldur en ella," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Seðlabankastjóri tók hins vegar sérstaklega fram að óvissu væri háð hvað þetta myndi tefja mikið fyrir, þ.e það lægi í raun og veru ekki fyrir. „Auðvitað vitum við ekki í hvaða mæli það mun tefja, en auðvitað ef það er í miklum mæli þá gæti það kallað á það að við myndum þurfa að greiða niður erlendu lánin í lok þessa árs beint af gjaldeyrisforðanum. Og þá munum við væntanlega þurfa að gefa í eitthvað í gjaldeyriskaupum og það myndi þýða lægra gengi, eitthvað aðeins meiri verðbólgu, eitthvað aðeins lægri kaupmátt," sagði Már. Margir „kokkar" Á fundinum í morgun kom fram að tafir hefðu orðið á gerð áætlunar um afnám gjaldeyrishafta, m.a þar sem margir kæmu að gerð hennar og margt hefði áhrif á áætlunina. Það var orðað þannig að margir „kokkar" kæmu að smíði áætlunarinnar. „Ástæða seinkunar, fjöldi kokka, það má ekki líta á það í neinni neikvæðri merkingu því það er mjög jákvætt að þarna séu margir kokkar. Vegna þess að þið vitið að þið fáið besta matinn úr þeim eldhúsum þar sem er fleiri en einn kokkur. Áætlunin verður betri fyrir bragðið. Auðvitað eru í þessu ýmsar flækjur, sérstaklega þegar horft er aðeins lengra fram á við," sagði Már. Már sagði að huga þyrfti að mörgu, en sagðist geta lofað því að í áætluninni yrði ekki tímasetningar um hvað yrði afnumið hvenær og hvað ekki. „Fyrstu skref í áætluninni munu gefa okkur mjög miklar upplýsingar." Þá kom fram á fundinum í morgun að Seðlabankinn hefði í smíðum sérstaka skýrslu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu sem kemur út í byrjun næsta árs.
Icesave Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira