Hagfræðingur segir gjaldþrot blasa við ef Icesave verður samþykkt Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2011 12:07 Íslendingar munu kjósa um Icesave í apríl. Með því að samþykkja Icesave má kaupa tíma til að endurskipuleggja hagkerfið og endurfjármögnun erlendra lána sem brátt eru á gjalddaga yrði auðveldari til skamms tíma. En það yrði þá líka kraftaverki líkast ef ríkissjóður færi ekki í greiðsluþrot nokkrum árum síðar, segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Exeter háskólann. Ólafur hefur skrifaði ítarlega greinagerð um Icesave sem hann birtir á fréttavefnum Pressunni. Ólafur segir að ef Icesave yrði samþykkt yrði áfram stuðst við erlent fjármagn til fjárfestinga og atvinnuuppbyggingar á Íslandi. Ef samningnum yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu myndi það setja verulega tímapressu á Íslendinga, sérstaklega ráðamenn, til þess að taka til hendinni við að endurskipuleggja lífeyris- og fjármálakerfið. Þá yrði mældur hagvöxtur ekki jafn mikill til skamms tíma því mikill flýtir væri á því að nota tekjur þjóðarinnar til að endurskipuleggja skuldir í stað þess að njóta þeirra á annan hátt, s.s. með einka- og samneyslu. Tækist Íslendingum hins vegar að standa sig í stykkinu til skamms tíma væri framtíðin björt. „Það er mikilvægt að gera sér grin fyrir því að höfnun Icesave ein og sér er fjarri því jákvæð fyrir hagkerfið. Mun fleiri og mikilvægari skref þarf að taka til að enndurreisn hagkerfisins geti talist til frambúðar. höfnun Icesave kallar á mjög hratt endurskipulag hagkerfisins og ef hún tekst ekki þá verður niðurstaðan sú sama og ef Icesave er samþykkt: gjaldþrot ríkissjóðs," segir Ólafur í greinagerð sinni. Ólafur segir að grundvallarvandamál Íslendinga séu háar brúttó skuldir. Það vandamál verði ekki leyst með samþykki Icesave heldur endurskipulagi sjálfs hagkerfis Íslendinga. „Höfnun Icesave er aðeins fyrsta mikilvæga skrefið í því ferli sem nauðsynlegt er til að koma hagkerfinu á stöðuga braut til langs tíma," segir Ólafur. Hann segir að spurningin um Icesave snúist ekki um „nei" eða „já" heldur hversu hratt Íslendingar treysti sér til að gera þær nauðsynlegu breytingar sem gera verði ef skapa eigi hagkerfi sem sé ekki raunveruleg eða stórkostleg hætta á að reki sjálft sig í gjaldþrot með nokkurra áratuga millibili Icesave Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Með því að samþykkja Icesave má kaupa tíma til að endurskipuleggja hagkerfið og endurfjármögnun erlendra lána sem brátt eru á gjalddaga yrði auðveldari til skamms tíma. En það yrði þá líka kraftaverki líkast ef ríkissjóður færi ekki í greiðsluþrot nokkrum árum síðar, segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Exeter háskólann. Ólafur hefur skrifaði ítarlega greinagerð um Icesave sem hann birtir á fréttavefnum Pressunni. Ólafur segir að ef Icesave yrði samþykkt yrði áfram stuðst við erlent fjármagn til fjárfestinga og atvinnuuppbyggingar á Íslandi. Ef samningnum yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu myndi það setja verulega tímapressu á Íslendinga, sérstaklega ráðamenn, til þess að taka til hendinni við að endurskipuleggja lífeyris- og fjármálakerfið. Þá yrði mældur hagvöxtur ekki jafn mikill til skamms tíma því mikill flýtir væri á því að nota tekjur þjóðarinnar til að endurskipuleggja skuldir í stað þess að njóta þeirra á annan hátt, s.s. með einka- og samneyslu. Tækist Íslendingum hins vegar að standa sig í stykkinu til skamms tíma væri framtíðin björt. „Það er mikilvægt að gera sér grin fyrir því að höfnun Icesave ein og sér er fjarri því jákvæð fyrir hagkerfið. Mun fleiri og mikilvægari skref þarf að taka til að enndurreisn hagkerfisins geti talist til frambúðar. höfnun Icesave kallar á mjög hratt endurskipulag hagkerfisins og ef hún tekst ekki þá verður niðurstaðan sú sama og ef Icesave er samþykkt: gjaldþrot ríkissjóðs," segir Ólafur í greinagerð sinni. Ólafur segir að grundvallarvandamál Íslendinga séu háar brúttó skuldir. Það vandamál verði ekki leyst með samþykki Icesave heldur endurskipulagi sjálfs hagkerfis Íslendinga. „Höfnun Icesave er aðeins fyrsta mikilvæga skrefið í því ferli sem nauðsynlegt er til að koma hagkerfinu á stöðuga braut til langs tíma," segir Ólafur. Hann segir að spurningin um Icesave snúist ekki um „nei" eða „já" heldur hversu hratt Íslendingar treysti sér til að gera þær nauðsynlegu breytingar sem gera verði ef skapa eigi hagkerfi sem sé ekki raunveruleg eða stórkostleg hætta á að reki sjálft sig í gjaldþrot með nokkurra áratuga millibili
Icesave Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira