Aðlögunargrýlan Ólafur Þ. Stephensen skrifar 29. mars 2011 09:04 Andstæðingar umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu hafa búið sér til ógurlega Grýlu, sem heitir aðlögun. Þeir halda því fram að aðildarviðræðurnar hafi snúizt upp í aðlögunarviðræður, þar sem Íslendingar verði áður en til aðildar kemur þvingaðir til að gera alls konar breytingar, sem þýði að Ísland verði "að miklu leyti orðið aðili að ESB með margháttuðum aðlögunum íslenskra samfélagshátta", svo notuð séu orð Jóns Bjarnasonar ráðherra. Atli Gíslason þingmaður sagði eina Grýlusögu í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi: "Síðan er aðlögun í fullum gangi og til marks um það er að aldrei hafa verið lagðar fyrir þingið fleiri tilskipanir ESB en í vetur á öllum sviðum. Þær streyma inn." Atli Gíslason á sem ágætur lögfræðingur að vita betur en að halda þessu fram. Tilskipanir Evrópusambandsins, sem lagðar eru fyrir Alþingi til staðfestingar, hafa nákvæmlega ekkert með aðildarumsóknina að gera. Sem aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins ber Íslandi skylda til að taka upp í íslenzka löggjöf margvíslegar tilskipanir og reglugerðir ESB, sem verða hluti af EES-samningnum. ESB-tilskipanir munu því halda áfram að streyma til Alþingis á meðan Ísland á aðild að EES. Ástæður þess að mikið hefur verið að gera hjá þingmönnum undanfarið að fara yfir ESB-reglur eru tvær; annars vegar hefur halinn í þýðingum á nýrri löggjöf verið unninn upp og hins vegar fær Alþingi nú fleiri ESB-reglur til umsagnar en áður og fyrr í löggjafarferlinu. Það er vegna nýrra verklagsreglna, sem samþykktar voru í forsætisnefnd þingsins í fyrra og miðuðu að því að gera Alþingi virkara í eftirliti með framkvæmd EES-samningsins, í stað þess að láta fulltrúum framkvæmdarvaldsins það nánast alfarið eftir. Varla getur Atli Gíslason verið á móti því, þegar hann gagnrýnir í hinu orðinu að framkvæmdarvaldið beri ekki næga virðingu fyrir þinginu og noti það bara sem gúmmístimpil. Staðreyndin er síðan sú að hin raunverulega, "margháttaða aðlögun íslenzkra samfélagshátta" að regluverki Evrópusambandsins hefur átt sér stað undanfarin sautján ár, eftir að Ísland gerðist aðili að EES. Á þeim tíma hefur Ísland tekið upp í íslenzkan rétt yfir 8.300 tilskipanir og reglugerðir ESB, að meðtöldum þeim 1.875 sem voru teknar upp við gildistökuna sjálfa árið 1994. ESB-reglurnar hafa gjörbylt íslenzkri löggjöf á mörgum sviðum og sumar breytingarnar, til dæmis á sviði jafnréttis- og umhverfismála, ættu að vera Atla Gíslasyni mjög að skapi. Sú "aðlögun" sem andstæðingar aðildarumsóknarinnar fara nú hamförum yfir felst í undirbúningi stjórnsýslunnar fyrir hugsanlega aðild. Margt af honum er nauðsynlegt burtséð frá ESB-aðild, til dæmis vegna athugasemda rannsóknarnefndar Alþingis um veikburða og ófaglega stjórnsýslu, vegna athugasemda Ríkisendurskoðunar um ónógt aðhald og eftirlit með stjórnsýslu landbúnaðarmála og vegna skyldna Íslands samkvæmt EES-samningnum. Þessi undirbúningur er, hvernig sem á málið er litið, algjörir smámunir miðað við 8.300 laga- og reglugerðarbálka sem streymt hafa frá Brussel undanfarin ár - án þess að Ísland hafi haft mikið um þá að segja. Breytingin við ESB-aðild yrði hins vegar sú að Ísland hefði raunveruleg áhrif á eigin "aðlögun". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun
Andstæðingar umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu hafa búið sér til ógurlega Grýlu, sem heitir aðlögun. Þeir halda því fram að aðildarviðræðurnar hafi snúizt upp í aðlögunarviðræður, þar sem Íslendingar verði áður en til aðildar kemur þvingaðir til að gera alls konar breytingar, sem þýði að Ísland verði "að miklu leyti orðið aðili að ESB með margháttuðum aðlögunum íslenskra samfélagshátta", svo notuð séu orð Jóns Bjarnasonar ráðherra. Atli Gíslason þingmaður sagði eina Grýlusögu í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi: "Síðan er aðlögun í fullum gangi og til marks um það er að aldrei hafa verið lagðar fyrir þingið fleiri tilskipanir ESB en í vetur á öllum sviðum. Þær streyma inn." Atli Gíslason á sem ágætur lögfræðingur að vita betur en að halda þessu fram. Tilskipanir Evrópusambandsins, sem lagðar eru fyrir Alþingi til staðfestingar, hafa nákvæmlega ekkert með aðildarumsóknina að gera. Sem aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins ber Íslandi skylda til að taka upp í íslenzka löggjöf margvíslegar tilskipanir og reglugerðir ESB, sem verða hluti af EES-samningnum. ESB-tilskipanir munu því halda áfram að streyma til Alþingis á meðan Ísland á aðild að EES. Ástæður þess að mikið hefur verið að gera hjá þingmönnum undanfarið að fara yfir ESB-reglur eru tvær; annars vegar hefur halinn í þýðingum á nýrri löggjöf verið unninn upp og hins vegar fær Alþingi nú fleiri ESB-reglur til umsagnar en áður og fyrr í löggjafarferlinu. Það er vegna nýrra verklagsreglna, sem samþykktar voru í forsætisnefnd þingsins í fyrra og miðuðu að því að gera Alþingi virkara í eftirliti með framkvæmd EES-samningsins, í stað þess að láta fulltrúum framkvæmdarvaldsins það nánast alfarið eftir. Varla getur Atli Gíslason verið á móti því, þegar hann gagnrýnir í hinu orðinu að framkvæmdarvaldið beri ekki næga virðingu fyrir þinginu og noti það bara sem gúmmístimpil. Staðreyndin er síðan sú að hin raunverulega, "margháttaða aðlögun íslenzkra samfélagshátta" að regluverki Evrópusambandsins hefur átt sér stað undanfarin sautján ár, eftir að Ísland gerðist aðili að EES. Á þeim tíma hefur Ísland tekið upp í íslenzkan rétt yfir 8.300 tilskipanir og reglugerðir ESB, að meðtöldum þeim 1.875 sem voru teknar upp við gildistökuna sjálfa árið 1994. ESB-reglurnar hafa gjörbylt íslenzkri löggjöf á mörgum sviðum og sumar breytingarnar, til dæmis á sviði jafnréttis- og umhverfismála, ættu að vera Atla Gíslasyni mjög að skapi. Sú "aðlögun" sem andstæðingar aðildarumsóknarinnar fara nú hamförum yfir felst í undirbúningi stjórnsýslunnar fyrir hugsanlega aðild. Margt af honum er nauðsynlegt burtséð frá ESB-aðild, til dæmis vegna athugasemda rannsóknarnefndar Alþingis um veikburða og ófaglega stjórnsýslu, vegna athugasemda Ríkisendurskoðunar um ónógt aðhald og eftirlit með stjórnsýslu landbúnaðarmála og vegna skyldna Íslands samkvæmt EES-samningnum. Þessi undirbúningur er, hvernig sem á málið er litið, algjörir smámunir miðað við 8.300 laga- og reglugerðarbálka sem streymt hafa frá Brussel undanfarin ár - án þess að Ísland hafi haft mikið um þá að segja. Breytingin við ESB-aðild yrði hins vegar sú að Ísland hefði raunveruleg áhrif á eigin "aðlögun".
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun