Körfubolti

Hrafn: Eigum eftir að vinna hér í Keflavík

KR-stúlkur eru hvergi nærri hættar. Mynd/ Daníel
KR-stúlkur eru hvergi nærri hættar. Mynd/ Daníel
„Við komum alveg hræðilega til leiks hér í kvöld,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir ósigurinn í kvöld. KR tapaði fyrir Keflavík, 76-64, í þriðja leiknum um laust sæti í úrslitarimmu Iceland-Express deild kvenna. Keflavík leiðir því einvígið 2-1.



„Liðið var greinilega ekki rétt innstillt fyrir þetta verkefni og það sást á spilamennsku okkar,“ sagði Hrafn.  



„Mér fannst við koma virkilega sterkar til baka í síðari hálfleik og þetta leit vel út þegar munurinn var aðeins tvö stig, en þá skyndilega hurfu mínir leikmenn af vellinum með of margar villur og það hafði mikið að segja,“ sagði Hrafn.



KR-ingar missti tvo leikmenn útaf með fimm villur snemma í fjórða leikhlutanum og það hafði mikið að segja þegar upp var staðið.



„Það hafði gríðarleg áhrif þegar við misstum þessa leikmenn af velli, en þessi fimm manna hópur var búin að vinna upp mikið forskot og því skipti þetta sköpum. Við erum alls ekkert að fara gefast upp núna og munum mæta alveg dýrvitlausar í næsta leik sem verður á okkar heimavelli og ég ætlast til þess að stelpurnar klára það verkefni. Við eigum enn eftir að vinna hérna í Keflavík og það var alltaf markmiðið,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×