Körfubolti

Adamshick ristarbrotin og ekki meira með Keflavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jacquline Adamshick hefur spilað frábærlega í vetur og verður sárt saknað.
Jacquline Adamshick hefur spilað frábærlega í vetur og verður sárt saknað.
Kvennalið Keflavíkur í körfubolta hefur orðið fyrir miklu áfall því bandaríski leikmaðurinn Jacquline Adamshick, sem hefur farið á kostum í vetur, er ristarbrotin og verður ekkert með meira með liðinu í úrslitakeppninni. Karfan.is segir frá þessu.

Adamshick var með 24,7 stig, 15,8 fráköst og 2,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu en hún skoraði aðeins tvö stig í seinni hálfleik á móti KR í síðasta leik og lék þar augljóslega sárþjáð.

„Fjórða beinið í ristinni er brotið hjá henni og læknirinn ætlaði ekki að trúa því að hún hefði spilað tvo leiki með þessi meiðsli," sagði sagði Jón Halldór Epvaldsson í samtali við karfan.is.

Keflavík tekur á móti KR í þriðja leik undanúrslitaeinvígisins en staðan í einvíginu er 1-1. KR-liðið missti einnig út erlendan leikmann í meiðsli fyrir síðasta leik en þá kom Melissa Ann Jeltema gríðarsterk inn. Jeltema var með 25 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar í fyrsta leik innan við sólarhring eftir að hún mætti til landsins.

Keflavík er að leita sér að öðrum leikmanni en í viðtali við karfan.is segir Jón Halldór Eðvaldsson að það sé ekki víst að hún verði komin fyrir leikinn í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×