Körfubolti

Ingi Þór: Maður skilur ekki svona hugarfar

Stefán Árni Pálsson á Ásvöllum skrifar
Ingi Þór á hliðarlínunni í kvöld.
Ingi Þór á hliðarlínunni í kvöld. Mynd/Valli
„Þessi úrslit voru bara virkilega verðskulduð hjá Haukum og ég skil hreinlega ekki hugarfarið í mínum mönnum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í gær.



„Það er ótrúlegt eftir að hafa spilað virkilega illa í hólminum að liði komi ekki betur stemmdara en þetta til leiks í kvöld. Þeir byrja leikinn vel og komast strax í 8-0 sem var munur sem við áttum erfitt með að brúa. Við vorum bara linir á öllum vígstöðum og þeir gjörsamlega stjórnuðu þessum leik," sagði Ingi.



„Þetta er alls ekkert lélegt körfuboltalið eins og sást hér í kvöld og við verðum að hafa okkur alla við til að fara hreinlega ekki í sumarfrí," sagði Ingi.



„Snæfell hefur aldrei skorað svona fá stig undir minni stjórn og það er hlutur sem við verðum að laga. Varnarleikur okkar var í raun ágætur en það er alls ekkert lélegt að halda liði í 77 stigum á þeirra eigin heimavelli, sóknarleikurinn var bara alls ekki með okkur í kvöld," sagði Ingi.



Snæfellingar voru andlausir og hreint með ólíkindum hvað þeir virkuðu áhugalausir á verkefninu.



„Okkur vantar bara samheldni og kraft í liðið sem er hlutur sem er alveg hægt að laga," sagði Ingi Þór Steinþórsson eftir tapið í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×