Körfubolti

Auður: Þetta er rétt að byrja hjá þeim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Öskubuskuævintýri Njarðvíkurkvenna tók enda í gær þegar liðið tapaði 51-61 í þriðja leiknum á móti Keflavík í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna. Keflavík vann alla þrjá leikina og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.

„Nei þetta gekk ekki í kvöld. Maður fær víst ekki allt í lífinu sem maður vill en svona er þetta bara," sagði Auður Jónsdóttir eftir leikinn í gær.

„Þetta er búið að vera frábært tímabil. Það bjóst enginn við þessu nema við sjálfar en við ætluðum samt að hafa þetta lengra heldur en bara þrjá leiki. Allir þessir þrír leikir voru samt þvílíkt spennandi og hefðu getað dottið báðum megin," sagði Auður.

„Við vorum alls ekki orðnar saddar eftir Hamarseinvígið. Auðvitað fögnuðum við því að hafa tekið Hamar og allt það. Það var bara daginn eftir en svo voru við allar farnar að einbeita okkur að næstu leikjum," sagði Auður sem er sjálf búinn að vera lengi í boltann en hún segir að ungu stelpurnar í Njarðvíkurliðinu eigi geta nýtt sér þessa reynslu á næsta tímabili.

„Það er hægt að byggja ofan á þetta. Þetta eru ungar stelpur sem eiga framtíðina fyrir sér. Þetta er rétt að byrja hjá þeim," sagði Auður en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×