Rekstur N1 hefur verið yfirtekinn af lánadrottnum 5. apríl 2011 09:11 Lánadrottnar N1 hafa yfirtekið rekstur félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn N1 hefur sent til Kauphallarinnar. Í tilkynningunni segir að frá því á miðju síðasta ári hafa stjórn og stjórnendur N1 hf., BNT hf. og Umtaks fasteignafélags hf. unnið með lánardrottnum að fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna. Nú liggja fyrir drög að samkomulagi milli Arion banka hf., Íslandsbanka hf., meirihluta eigenda skuldabréfa í skuldabréfaflokki ESSO 0511 og N1 hf. Samkomulagið kveður meðal annars á um að rekstur N1 hf. er yfirtekinn af lánardrottnum sem liður í uppgjöri á skuldum Umtaks fasteignafélags ehf. og BNT hf., eignarhaldsfélags. Samkvæmt samkomulagsdrögunum munu lánardrottnar jafnframt breyta umtalsverðum hluta af lánum í hlutafé og styrkja þannig efnahag N1 hf. enn frekar. Við yfirtöku rekstrar N1 hf. er ljóst að eiginfjárstaða BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. er neikvæð. Örlög þeirra félaga eru því óráðin. Aðkomu fráfarandi eigenda að N1 má rekja til þess þegar hópur fjárfesta undir forystu Bílanausts hf. keypti Olíufélagið ehf. í febrúar 2006. Við kaupin var stofnað eignarhaldsfélagið BNT hf. sem hélt utan um eignarhlutina í Bílanausti hf. og Olíufélaginu ehf. Hluthafar BNT hf. voru á þriðja tug talsins og lögðu þeir 10,2 milljarða króna til félagsins í formi hlutafjár. Fasteignir Bílanausts hf. og Olíufélagsins ehf. voru samhliða þessu færðar yfir í sérstakt fasteignafélag ‐ Umtak fasteignafélag ehf. Í apríl 2007 voru Bílanaust hf. og Olíufélagið ehf. sameinuð í eitt félag – N1 hf. Við þá sameiningu varð til nýtt og kraftmikið verslunar‐ og þjónustufyrirtæki með yfir 600 starfsmenn og 115 þjónustustaði um allt land. Fall fjármálakerfisins og hrun íslensku krónunnar hafði mikil áhrif á skuldastöðu N1 hf., BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. Þrátt fyrir góða rekstrarafkomu N1 hf. var ljóst að skuldir BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. væru óviðráðanlegar að óbreyttu og því óhjákvæmilegt að endurskipuleggja fjárhag félaganna. Við endurskipulagningarferlið hefur stjórn og stjórnendur N1 hf. lagt ríka áherslu á að halda farsælum rekstri N1 áfram hnökralausum og standa þannig vörð um hag starfsfólks, viðskiptavina og birgja. Með framangreindum drögum að samkomulagi er ljóst að rekstri og þjónustu N1 hf. hefur verið komið í örugga höfn. Nú er unnið að áreiðanleikakönnun á N1 hf. sem undanfara formlegs samkomulags. Reiknað er með að vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu ljúki að fullu í sumar. Stjórn félagsins mun að ósk lánardrottna sitja áfram þar til þeirri vinnu er lokið. Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Lánadrottnar N1 hafa yfirtekið rekstur félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn N1 hefur sent til Kauphallarinnar. Í tilkynningunni segir að frá því á miðju síðasta ári hafa stjórn og stjórnendur N1 hf., BNT hf. og Umtaks fasteignafélags hf. unnið með lánardrottnum að fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna. Nú liggja fyrir drög að samkomulagi milli Arion banka hf., Íslandsbanka hf., meirihluta eigenda skuldabréfa í skuldabréfaflokki ESSO 0511 og N1 hf. Samkomulagið kveður meðal annars á um að rekstur N1 hf. er yfirtekinn af lánardrottnum sem liður í uppgjöri á skuldum Umtaks fasteignafélags ehf. og BNT hf., eignarhaldsfélags. Samkvæmt samkomulagsdrögunum munu lánardrottnar jafnframt breyta umtalsverðum hluta af lánum í hlutafé og styrkja þannig efnahag N1 hf. enn frekar. Við yfirtöku rekstrar N1 hf. er ljóst að eiginfjárstaða BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. er neikvæð. Örlög þeirra félaga eru því óráðin. Aðkomu fráfarandi eigenda að N1 má rekja til þess þegar hópur fjárfesta undir forystu Bílanausts hf. keypti Olíufélagið ehf. í febrúar 2006. Við kaupin var stofnað eignarhaldsfélagið BNT hf. sem hélt utan um eignarhlutina í Bílanausti hf. og Olíufélaginu ehf. Hluthafar BNT hf. voru á þriðja tug talsins og lögðu þeir 10,2 milljarða króna til félagsins í formi hlutafjár. Fasteignir Bílanausts hf. og Olíufélagsins ehf. voru samhliða þessu færðar yfir í sérstakt fasteignafélag ‐ Umtak fasteignafélag ehf. Í apríl 2007 voru Bílanaust hf. og Olíufélagið ehf. sameinuð í eitt félag – N1 hf. Við þá sameiningu varð til nýtt og kraftmikið verslunar‐ og þjónustufyrirtæki með yfir 600 starfsmenn og 115 þjónustustaði um allt land. Fall fjármálakerfisins og hrun íslensku krónunnar hafði mikil áhrif á skuldastöðu N1 hf., BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. Þrátt fyrir góða rekstrarafkomu N1 hf. var ljóst að skuldir BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. væru óviðráðanlegar að óbreyttu og því óhjákvæmilegt að endurskipuleggja fjárhag félaganna. Við endurskipulagningarferlið hefur stjórn og stjórnendur N1 hf. lagt ríka áherslu á að halda farsælum rekstri N1 áfram hnökralausum og standa þannig vörð um hag starfsfólks, viðskiptavina og birgja. Með framangreindum drögum að samkomulagi er ljóst að rekstri og þjónustu N1 hf. hefur verið komið í örugga höfn. Nú er unnið að áreiðanleikakönnun á N1 hf. sem undanfara formlegs samkomulags. Reiknað er með að vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu ljúki að fullu í sumar. Stjórn félagsins mun að ósk lánardrottna sitja áfram þar til þeirri vinnu er lokið.
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira