Rekstur N1 hefur verið yfirtekinn af lánadrottnum 5. apríl 2011 09:11 Lánadrottnar N1 hafa yfirtekið rekstur félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn N1 hefur sent til Kauphallarinnar. Í tilkynningunni segir að frá því á miðju síðasta ári hafa stjórn og stjórnendur N1 hf., BNT hf. og Umtaks fasteignafélags hf. unnið með lánardrottnum að fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna. Nú liggja fyrir drög að samkomulagi milli Arion banka hf., Íslandsbanka hf., meirihluta eigenda skuldabréfa í skuldabréfaflokki ESSO 0511 og N1 hf. Samkomulagið kveður meðal annars á um að rekstur N1 hf. er yfirtekinn af lánardrottnum sem liður í uppgjöri á skuldum Umtaks fasteignafélags ehf. og BNT hf., eignarhaldsfélags. Samkvæmt samkomulagsdrögunum munu lánardrottnar jafnframt breyta umtalsverðum hluta af lánum í hlutafé og styrkja þannig efnahag N1 hf. enn frekar. Við yfirtöku rekstrar N1 hf. er ljóst að eiginfjárstaða BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. er neikvæð. Örlög þeirra félaga eru því óráðin. Aðkomu fráfarandi eigenda að N1 má rekja til þess þegar hópur fjárfesta undir forystu Bílanausts hf. keypti Olíufélagið ehf. í febrúar 2006. Við kaupin var stofnað eignarhaldsfélagið BNT hf. sem hélt utan um eignarhlutina í Bílanausti hf. og Olíufélaginu ehf. Hluthafar BNT hf. voru á þriðja tug talsins og lögðu þeir 10,2 milljarða króna til félagsins í formi hlutafjár. Fasteignir Bílanausts hf. og Olíufélagsins ehf. voru samhliða þessu færðar yfir í sérstakt fasteignafélag ‐ Umtak fasteignafélag ehf. Í apríl 2007 voru Bílanaust hf. og Olíufélagið ehf. sameinuð í eitt félag – N1 hf. Við þá sameiningu varð til nýtt og kraftmikið verslunar‐ og þjónustufyrirtæki með yfir 600 starfsmenn og 115 þjónustustaði um allt land. Fall fjármálakerfisins og hrun íslensku krónunnar hafði mikil áhrif á skuldastöðu N1 hf., BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. Þrátt fyrir góða rekstrarafkomu N1 hf. var ljóst að skuldir BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. væru óviðráðanlegar að óbreyttu og því óhjákvæmilegt að endurskipuleggja fjárhag félaganna. Við endurskipulagningarferlið hefur stjórn og stjórnendur N1 hf. lagt ríka áherslu á að halda farsælum rekstri N1 áfram hnökralausum og standa þannig vörð um hag starfsfólks, viðskiptavina og birgja. Með framangreindum drögum að samkomulagi er ljóst að rekstri og þjónustu N1 hf. hefur verið komið í örugga höfn. Nú er unnið að áreiðanleikakönnun á N1 hf. sem undanfara formlegs samkomulags. Reiknað er með að vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu ljúki að fullu í sumar. Stjórn félagsins mun að ósk lánardrottna sitja áfram þar til þeirri vinnu er lokið. Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Lánadrottnar N1 hafa yfirtekið rekstur félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn N1 hefur sent til Kauphallarinnar. Í tilkynningunni segir að frá því á miðju síðasta ári hafa stjórn og stjórnendur N1 hf., BNT hf. og Umtaks fasteignafélags hf. unnið með lánardrottnum að fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna. Nú liggja fyrir drög að samkomulagi milli Arion banka hf., Íslandsbanka hf., meirihluta eigenda skuldabréfa í skuldabréfaflokki ESSO 0511 og N1 hf. Samkomulagið kveður meðal annars á um að rekstur N1 hf. er yfirtekinn af lánardrottnum sem liður í uppgjöri á skuldum Umtaks fasteignafélags ehf. og BNT hf., eignarhaldsfélags. Samkvæmt samkomulagsdrögunum munu lánardrottnar jafnframt breyta umtalsverðum hluta af lánum í hlutafé og styrkja þannig efnahag N1 hf. enn frekar. Við yfirtöku rekstrar N1 hf. er ljóst að eiginfjárstaða BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. er neikvæð. Örlög þeirra félaga eru því óráðin. Aðkomu fráfarandi eigenda að N1 má rekja til þess þegar hópur fjárfesta undir forystu Bílanausts hf. keypti Olíufélagið ehf. í febrúar 2006. Við kaupin var stofnað eignarhaldsfélagið BNT hf. sem hélt utan um eignarhlutina í Bílanausti hf. og Olíufélaginu ehf. Hluthafar BNT hf. voru á þriðja tug talsins og lögðu þeir 10,2 milljarða króna til félagsins í formi hlutafjár. Fasteignir Bílanausts hf. og Olíufélagsins ehf. voru samhliða þessu færðar yfir í sérstakt fasteignafélag ‐ Umtak fasteignafélag ehf. Í apríl 2007 voru Bílanaust hf. og Olíufélagið ehf. sameinuð í eitt félag – N1 hf. Við þá sameiningu varð til nýtt og kraftmikið verslunar‐ og þjónustufyrirtæki með yfir 600 starfsmenn og 115 þjónustustaði um allt land. Fall fjármálakerfisins og hrun íslensku krónunnar hafði mikil áhrif á skuldastöðu N1 hf., BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. Þrátt fyrir góða rekstrarafkomu N1 hf. var ljóst að skuldir BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. væru óviðráðanlegar að óbreyttu og því óhjákvæmilegt að endurskipuleggja fjárhag félaganna. Við endurskipulagningarferlið hefur stjórn og stjórnendur N1 hf. lagt ríka áherslu á að halda farsælum rekstri N1 áfram hnökralausum og standa þannig vörð um hag starfsfólks, viðskiptavina og birgja. Með framangreindum drögum að samkomulagi er ljóst að rekstri og þjónustu N1 hf. hefur verið komið í örugga höfn. Nú er unnið að áreiðanleikakönnun á N1 hf. sem undanfara formlegs samkomulags. Reiknað er með að vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu ljúki að fullu í sumar. Stjórn félagsins mun að ósk lánardrottna sitja áfram þar til þeirri vinnu er lokið.
Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira