Icesave málið gæti verið hjúpað leynd næstu 110 árin Símon Birgisson skrifar 19. apríl 2011 18:45 Lykilgögn, til dæmis í Icesave málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi í hundrað og tíu ár nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um upplýsingalög fram að ganga. Þingmaður krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka. Markmið upplýsingalaganna, sem forsætisráðherra lagði fram, er að tryggja upplýsingarétt og tjáningarfrelsi. Lögin hafa þó verið harðlega gagnrýnd sér í lagi ákvæði um að þjóðskjalavörður geti ákveðið að hefta aðgang að skjölum í allt að hundrað og tíu ár telji hann almannahagsmuni eiga við. „Það er alveg óskilgreint um hvaða virku almannahgasmuni geti verið að ræða sem réttlæti það að loka skjölum í hundrað og tíu ár," segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður, en í umsögn hennar um frumvarpið segir hún það í beinlínis miða að því að takmarka aðgengi almennings að upplýsingum. Hér sýnir okkur skjöl sem borgarskjalasafni bárust nýlega um Bjarna Benediktsson. „Samkvæmt frumvarpinu væri hægt að loka þessum skjölum í sextíu ár. En þegar maður skoðar þetta sér maður ekki ástæðuna til að loka þessu," segir Svanhildur. Frumvarpið liggur nú á borði allsherjarnefndar en erfitt er að sjá miðað við þær umsagnir sem hafa borist að það þjóni hlutverki sínu um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Í umsögn blaðamannafélags Íslands kemur fram að ef lögin væru í gildi hefði Árbótarmálið svokallaða ekki komist upp á yfirborðið. „Og ef að frumvarpið eða lögin væru í gildi núna eins og lagt er til, þá mætti búast við því að mikilvægar upplýsingar í tengslum við Icesve málið kynni að vera lokað og ekki upplýst um þau fyrr en 2120," segir Sigurður Kári. Sigurður Kári segir frumvarpið svo gallað, „að það væri nærtækast að leggja það til hliðar og gera þá atlögu að því að nýju og semja þá nýtt frumvarp frá grunni því þetta frumvarp sýnist mér vera afturför frá þeim upplýsingalögum sem nú eru í gildi og hafa reynst mjög vel." Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Lykilgögn, til dæmis í Icesave málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi í hundrað og tíu ár nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um upplýsingalög fram að ganga. Þingmaður krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka. Markmið upplýsingalaganna, sem forsætisráðherra lagði fram, er að tryggja upplýsingarétt og tjáningarfrelsi. Lögin hafa þó verið harðlega gagnrýnd sér í lagi ákvæði um að þjóðskjalavörður geti ákveðið að hefta aðgang að skjölum í allt að hundrað og tíu ár telji hann almannahagsmuni eiga við. „Það er alveg óskilgreint um hvaða virku almannahgasmuni geti verið að ræða sem réttlæti það að loka skjölum í hundrað og tíu ár," segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður, en í umsögn hennar um frumvarpið segir hún það í beinlínis miða að því að takmarka aðgengi almennings að upplýsingum. Hér sýnir okkur skjöl sem borgarskjalasafni bárust nýlega um Bjarna Benediktsson. „Samkvæmt frumvarpinu væri hægt að loka þessum skjölum í sextíu ár. En þegar maður skoðar þetta sér maður ekki ástæðuna til að loka þessu," segir Svanhildur. Frumvarpið liggur nú á borði allsherjarnefndar en erfitt er að sjá miðað við þær umsagnir sem hafa borist að það þjóni hlutverki sínu um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Í umsögn blaðamannafélags Íslands kemur fram að ef lögin væru í gildi hefði Árbótarmálið svokallaða ekki komist upp á yfirborðið. „Og ef að frumvarpið eða lögin væru í gildi núna eins og lagt er til, þá mætti búast við því að mikilvægar upplýsingar í tengslum við Icesve málið kynni að vera lokað og ekki upplýst um þau fyrr en 2120," segir Sigurður Kári. Sigurður Kári segir frumvarpið svo gallað, „að það væri nærtækast að leggja það til hliðar og gera þá atlögu að því að nýju og semja þá nýtt frumvarp frá grunni því þetta frumvarp sýnist mér vera afturför frá þeim upplýsingalögum sem nú eru í gildi og hafa reynst mjög vel."
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira