Gyrðir: Frelsið mikilvægast listamönnum Símon Örn Birgisson skrifar 12. apríl 2011 20:15 Gyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bókina Milli Trjánna en tilkynnt var um verðlaunin í Osló í morgun. Gyrðir mun taka á móti verðlaununum á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember og segir þetta stóran dag í sínu lífi.En hvað er það við bókina Milli trjánna sem hlýtur bókmenntaverðlaunin í ár? „Ég geri mér varla grein fyrir því. Finnst hún ekki frábrugðin öðrum smásagnasöfnum mínum eða öðrum bókum þannig. Það er í raun erfitt fyrir mig að segja til um það."Komu verðlaunin þér á óvart? „Já, já. Ég segi það bara eins og það," segir Gyrðir sem hafði ekki fyrir því að fara út í dag þegar tilkynnt var um verðlaunahafann. "Ég var bara að hugsa um allt aðra hluti og búinn að afskrifa þetta alveg."Hverjar eru skoðanir þínar á verðlaunum í listum? „Ég held nú að höfundar hafi tvíbentar skoðanir á svona verðlaunum. Þau hafa plúsa og mínusa. Þau koma sér vel og allt það. En svo getur þetta líka tekið tíma frá því að skrifa. Ég allavega vona að þetta muni ekki breyta mikið daglegri rútínu minni þegar fram líða stundir," segir Gyrðir. Gyrðir segir sinn helsta gagnrýnanda vera hann sjálfur. „Fyrst og síðast er það maður sjálfur sem tekur ákvörðun um hvað fer frá manni. En ég hef alltaf haft fullt frelsi frá mínum útgefendum um hvað ég vinn og tek mér fyrir hendur og hvernig ég skrifa."Heldurðu að rithöfundar í dag hafi nægilegt frelsi? „Það hefur verið erfitt fjárhagslega fyrir menn að helga sig listum á Íslandi. Og það verður sífellt erfiðara. Maður veit varla hvernig framhaldið verður á slíku ef ástandið heldur áfram að vera eins og það er í dag. En það er mjög mikilvægt að það sé hópur manna á landinu sem hefur tækifæri til að sinna list sinni og ég held að menn myndu sakna þess ef allar listir dyttu út þá myndu menn sjá hvers þeir hafa misst við." Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ævintýrasmíð bestu vinkvenna með sama barnsföður Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Gyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bókina Milli Trjánna en tilkynnt var um verðlaunin í Osló í morgun. Gyrðir mun taka á móti verðlaununum á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember og segir þetta stóran dag í sínu lífi.En hvað er það við bókina Milli trjánna sem hlýtur bókmenntaverðlaunin í ár? „Ég geri mér varla grein fyrir því. Finnst hún ekki frábrugðin öðrum smásagnasöfnum mínum eða öðrum bókum þannig. Það er í raun erfitt fyrir mig að segja til um það."Komu verðlaunin þér á óvart? „Já, já. Ég segi það bara eins og það," segir Gyrðir sem hafði ekki fyrir því að fara út í dag þegar tilkynnt var um verðlaunahafann. "Ég var bara að hugsa um allt aðra hluti og búinn að afskrifa þetta alveg."Hverjar eru skoðanir þínar á verðlaunum í listum? „Ég held nú að höfundar hafi tvíbentar skoðanir á svona verðlaunum. Þau hafa plúsa og mínusa. Þau koma sér vel og allt það. En svo getur þetta líka tekið tíma frá því að skrifa. Ég allavega vona að þetta muni ekki breyta mikið daglegri rútínu minni þegar fram líða stundir," segir Gyrðir. Gyrðir segir sinn helsta gagnrýnanda vera hann sjálfur. „Fyrst og síðast er það maður sjálfur sem tekur ákvörðun um hvað fer frá manni. En ég hef alltaf haft fullt frelsi frá mínum útgefendum um hvað ég vinn og tek mér fyrir hendur og hvernig ég skrifa."Heldurðu að rithöfundar í dag hafi nægilegt frelsi? „Það hefur verið erfitt fjárhagslega fyrir menn að helga sig listum á Íslandi. Og það verður sífellt erfiðara. Maður veit varla hvernig framhaldið verður á slíku ef ástandið heldur áfram að vera eins og það er í dag. En það er mjög mikilvægt að það sé hópur manna á landinu sem hefur tækifæri til að sinna list sinni og ég held að menn myndu sakna þess ef allar listir dyttu út þá myndu menn sjá hvers þeir hafa misst við."
Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ævintýrasmíð bestu vinkvenna með sama barnsföður Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira