Þar liggja drekarnir í djúpinu Karl Lúðvíksson skrifar 10. maí 2011 00:01 www.strengir.is Það eru margir sem hafa lagt leið sína í Minnivallalæk og séð urriðatröllin sem liggja víða í ánni. Þeirri sýn er oft erfitt að gleyma og það eru margir veiðimenn sem halda tryggð við þessa skemmtilegu í mörg ár í þeirri von um að ná í einn slíkann. Og á hverju ári eru alltaf nokkrir í kringum 20 pundin sem falla fyrir flugum veiðimanna. Það er oft talað um að í ánni séu tvær stofnar urriða. Annar stofnin sem dvelur allan sinn lífaldur í ánni og hinn sem fer í jökulvatnið og "gengur" aftur upp í ánna til að hrygna. Þessir tveir stofnar eru útlitslega frábrugðnir þar sem staðbundni fiskurinn er eins og maður á að venjast urriða við þessar aðstæður, með þennan auðþekkjanlega brúna lit á meðan hinn stofninn minnir stundum helst á bjartan göngulax. Í byrjun veiðitímabilsins eru menn gjarnan að nota straumflugur en þegar hlýnar í veðri og líf kviknar í læknum þá fer urriðinn að velja vel úr því sem borið er fyrir hann. Þá borgar sig að skoða vel hvaða flugur það eru sem eru í klaki og finna eitthvað í boxinu sem líkist því. Og þótt ótrúlegt megi virðast þá skiptir stærðin máli og alveg í öfgarnar! Þeir sem hafa gert bestu dagana þarna í gegnum tíðina hika ekkert við að nota flugur niður í stærðir #22, og það eru oft breskir veiðimenn sem fara niður í þessar fluguagnir. Þurrflugan gefur líka vel þegar viðrar rétt fyrir hana en flestir sem veiða í læknum veiða þó andstreymis enda gefur sú aðferð oft vel fyrir bæði urriða og bleikju í rennandi vatni. Það er krefjandi og skemmtilegt að veiða í læknum og fyrir þá sem eiga eftir að prófa hann þá eru einhver laus leyfi í maí hjá www.strengir.is Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði
Það eru margir sem hafa lagt leið sína í Minnivallalæk og séð urriðatröllin sem liggja víða í ánni. Þeirri sýn er oft erfitt að gleyma og það eru margir veiðimenn sem halda tryggð við þessa skemmtilegu í mörg ár í þeirri von um að ná í einn slíkann. Og á hverju ári eru alltaf nokkrir í kringum 20 pundin sem falla fyrir flugum veiðimanna. Það er oft talað um að í ánni séu tvær stofnar urriða. Annar stofnin sem dvelur allan sinn lífaldur í ánni og hinn sem fer í jökulvatnið og "gengur" aftur upp í ánna til að hrygna. Þessir tveir stofnar eru útlitslega frábrugðnir þar sem staðbundni fiskurinn er eins og maður á að venjast urriða við þessar aðstæður, með þennan auðþekkjanlega brúna lit á meðan hinn stofninn minnir stundum helst á bjartan göngulax. Í byrjun veiðitímabilsins eru menn gjarnan að nota straumflugur en þegar hlýnar í veðri og líf kviknar í læknum þá fer urriðinn að velja vel úr því sem borið er fyrir hann. Þá borgar sig að skoða vel hvaða flugur það eru sem eru í klaki og finna eitthvað í boxinu sem líkist því. Og þótt ótrúlegt megi virðast þá skiptir stærðin máli og alveg í öfgarnar! Þeir sem hafa gert bestu dagana þarna í gegnum tíðina hika ekkert við að nota flugur niður í stærðir #22, og það eru oft breskir veiðimenn sem fara niður í þessar fluguagnir. Þurrflugan gefur líka vel þegar viðrar rétt fyrir hana en flestir sem veiða í læknum veiða þó andstreymis enda gefur sú aðferð oft vel fyrir bæði urriða og bleikju í rennandi vatni. Það er krefjandi og skemmtilegt að veiða í læknum og fyrir þá sem eiga eftir að prófa hann þá eru einhver laus leyfi í maí hjá www.strengir.is
Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði