Vötnin að lifna við á suður og vesturlandi Karl Lúðvíksson skrifar 29. maí 2011 21:30 Núna er besti tíminn fyrir vatnaveiðina að fara af stað, í flestum vötnum. Fæðuframboðið er ekki orðið það mikið að bleikjan sé orðin vandlát á það sem hún étur þannig að sé hún almennt á staðnum ættu menn að setja í hana fljótlega ef réttar flugur eru undir og veitt sé á réttu dýpi. En stundum er líka bara gott að vera heppinn. Veiðivísir fékk símtal frá veiðimanni sem var að koma úr Þingvallavatni, en þar var hann í sinni fyrstu ferð eftir að hafa æft sig í vor úti á túni. Hann fór nýlega á kastnámskeið og fjárfesti í græjum sem á að nota mikið í sumar. Til að gera langa sögu stutta lagði hann bílnum, eins og hann sagði sjálfur, "við einhvern veg í þjóðgarðinum", labbaði að vatninu og fór að kasta. Rauð Frances 1/4" túbaUndir var hann með einhverja flugu sem átti að vera mjög veiðin samkvæmt þeim sem gaf honum hana. Í þriðja kasti setti hann í og landaði 6 punda bleikju! En svo ekkert meira, en það skipti varla máli því hann er sannarlega búinn að fá óskabyrjun í sínum veiðiskap. Og það sem meira er, Veiðivísir fékk að sjá fluguna sem skrímslið tók. Undir var hin velþekkta Rauða Frances og það meira að segja kvart tommu túba! Það eru ekki margir sem hefðu hnýtt hana undir í Þingvallavatni. Stundum er gott að vera algjör byrjandi og koma með opnum huga á alla staði og prófa eitthvað nýtt. Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði
Núna er besti tíminn fyrir vatnaveiðina að fara af stað, í flestum vötnum. Fæðuframboðið er ekki orðið það mikið að bleikjan sé orðin vandlát á það sem hún étur þannig að sé hún almennt á staðnum ættu menn að setja í hana fljótlega ef réttar flugur eru undir og veitt sé á réttu dýpi. En stundum er líka bara gott að vera heppinn. Veiðivísir fékk símtal frá veiðimanni sem var að koma úr Þingvallavatni, en þar var hann í sinni fyrstu ferð eftir að hafa æft sig í vor úti á túni. Hann fór nýlega á kastnámskeið og fjárfesti í græjum sem á að nota mikið í sumar. Til að gera langa sögu stutta lagði hann bílnum, eins og hann sagði sjálfur, "við einhvern veg í þjóðgarðinum", labbaði að vatninu og fór að kasta. Rauð Frances 1/4" túbaUndir var hann með einhverja flugu sem átti að vera mjög veiðin samkvæmt þeim sem gaf honum hana. Í þriðja kasti setti hann í og landaði 6 punda bleikju! En svo ekkert meira, en það skipti varla máli því hann er sannarlega búinn að fá óskabyrjun í sínum veiðiskap. Og það sem meira er, Veiðivísir fékk að sjá fluguna sem skrímslið tók. Undir var hin velþekkta Rauða Frances og það meira að segja kvart tommu túba! Það eru ekki margir sem hefðu hnýtt hana undir í Þingvallavatni. Stundum er gott að vera algjör byrjandi og koma með opnum huga á alla staði og prófa eitthvað nýtt.
Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði