Skráðu þig á fluguveiðinámskeið fyrir sumarið Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2011 11:20 Veitt á flugu á sólskinsdegi Veiðikortið og Veiðiheimur hafa blásið til fluguveiðinámskeiðs þar sem áhersla er lögð á silungsveiði í vötnum landsins. Þátttökugjaldi er stillt í hóf. Námskeiðið er haldið dagana 8. og 9. júní og er tilvalið fyrir þá sem vilja kynnast betur heimi fluguveiðinnar. Farið verður í vatnaveiði almennt, hnýtingar sem og fluguköst, en kennsla fer fram á bökkum Elliðavatns. Allt efni til hnýtinga er á staðnum sem og flugustangir. Veiðimönnum er að sjálfsögðu heimilt að taka með sínar eigin græjur ef að þeir vilja læra sérstaklega á þær. Vekjum athygli á því að það er takmarkaður fjöldi þátttakenda til að námskeiðið skili sem mestu fyrir þátttakendur þannig að það er um að gera að skrá sig strax. Þessi tvö námskeið eru fyrst og fremst ætluð handhöfum Veiðikortsins og skráning er inná síðu Veiðikortsins www.veidikortid.is Stangveiði Mest lesið Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Aðalfundur SVFR Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Góð veiði í Apavatni Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Eystri Rangá komin í 115 laxa Veiði Með augum urriðans Veiði
Veiðikortið og Veiðiheimur hafa blásið til fluguveiðinámskeiðs þar sem áhersla er lögð á silungsveiði í vötnum landsins. Þátttökugjaldi er stillt í hóf. Námskeiðið er haldið dagana 8. og 9. júní og er tilvalið fyrir þá sem vilja kynnast betur heimi fluguveiðinnar. Farið verður í vatnaveiði almennt, hnýtingar sem og fluguköst, en kennsla fer fram á bökkum Elliðavatns. Allt efni til hnýtinga er á staðnum sem og flugustangir. Veiðimönnum er að sjálfsögðu heimilt að taka með sínar eigin græjur ef að þeir vilja læra sérstaklega á þær. Vekjum athygli á því að það er takmarkaður fjöldi þátttakenda til að námskeiðið skili sem mestu fyrir þátttakendur þannig að það er um að gera að skrá sig strax. Þessi tvö námskeið eru fyrst og fremst ætluð handhöfum Veiðikortsins og skráning er inná síðu Veiðikortsins www.veidikortid.is
Stangveiði Mest lesið Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Aðalfundur SVFR Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Góð veiði í Apavatni Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Eystri Rangá komin í 115 laxa Veiði Með augum urriðans Veiði