Ein sterkasta flugan snemmsumars í vatnaveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 25. maí 2011 15:29 Fyrir þá sem eru duglegir að hnýta þá skellum við einni mynd af flugu sem hefur verið gífurlega sterk undanfarin ár í vötnum eins og Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni og víðar. Hún eiginlega veiðir vel í öllum vötnum á þessum árstíma þegar stærsti hluti ætis hjá bleikjunni eru mýpúpur. Þetta er sáraeinföld hnýting. Það hefur verið talið best að veiða hana í stærðum 14-18 og þá á púpuöngla án þess að það sé eitthvað skilyrði en hún lítur mjög vel út þegar hún er hnýtt á þá. Frá miðjum boga er hnýtt 2/3 af legg-lengd með koparvír og 1/3 er síðan hnýttur með brúnu flossi eða peacock. Margar aðrar tegundir af efni koma þó til greina svo lengi sem það er í dökkum lit. Flugan er svo hjúpuð með epoxy og það gefur henni harða skel sem gefur þennan fallega gljáa í vatninu. Þegar mýpúpan lyftir sér upp á yfirborðið til að klekjast glansar ekki ósvipað á hana og það gæti verið eitt af því sem gerir þessa flugu jafn veiðna og hún er. Í grynnri vötnunum er best að nota flotlínu og vel langan taum, jafnvel eina og hálfa stangarlengd. Láta fluguna sökkva vel niður og draga inn í stuttum rykkjum. Það þarf svo að passa að nota granna tauma, því þegar lítil hreyfing er á vatninu sér bleikjan tauminn mjög vel. Stangveiði Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði
Fyrir þá sem eru duglegir að hnýta þá skellum við einni mynd af flugu sem hefur verið gífurlega sterk undanfarin ár í vötnum eins og Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni og víðar. Hún eiginlega veiðir vel í öllum vötnum á þessum árstíma þegar stærsti hluti ætis hjá bleikjunni eru mýpúpur. Þetta er sáraeinföld hnýting. Það hefur verið talið best að veiða hana í stærðum 14-18 og þá á púpuöngla án þess að það sé eitthvað skilyrði en hún lítur mjög vel út þegar hún er hnýtt á þá. Frá miðjum boga er hnýtt 2/3 af legg-lengd með koparvír og 1/3 er síðan hnýttur með brúnu flossi eða peacock. Margar aðrar tegundir af efni koma þó til greina svo lengi sem það er í dökkum lit. Flugan er svo hjúpuð með epoxy og það gefur henni harða skel sem gefur þennan fallega gljáa í vatninu. Þegar mýpúpan lyftir sér upp á yfirborðið til að klekjast glansar ekki ósvipað á hana og það gæti verið eitt af því sem gerir þessa flugu jafn veiðna og hún er. Í grynnri vötnunum er best að nota flotlínu og vel langan taum, jafnvel eina og hálfa stangarlengd. Láta fluguna sökkva vel niður og draga inn í stuttum rykkjum. Það þarf svo að passa að nota granna tauma, því þegar lítil hreyfing er á vatninu sér bleikjan tauminn mjög vel.
Stangveiði Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði