Geir segir málsmeðferðina vera hneisu Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. júní 2011 15:04 „Ég er auðvitað afskaplega ánægður með það að málið skuli vera komið af stað. Ég er búinn að bíða eftir því síðan í október," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, við blaðamenn eftir að þingfestingu í máli Alþingis gegn honum lauk í dag. Við þingfestinguna krafðist Andri Árnason, verjandi Geirs, þess að dómarar sem kjörnir eru til setu í landsdómi af Alþingi og varamenn þeirra víki sæti. Þetta gerði hann vegna breytinga á lögum um landsdóm eftir að ákæran gegn Geir var samþykkt á Alþingi. Samkvæmt lögunum sitja dómarar áfram þó að kjörtímabil þeirra sé runnið út. Geir og verjandi hans telja að með þessu fyrirkomulagi sé Alþingi, sem sé ákærandinn í málinu, að velja dómara til að dæma í málinu. Slíkt brjóti gegn reglum um réttláta málsmeðferð. Saksóknari hafnar túlkun Geirs. Ekki hefur verið úrskurðað um kröfuna. Þá vakti Geir máls á því við blaðamenn, eftir þingfestinguna, að saksóknaranefnd Alþingis hefði ekki látið neina rannsókn fara fram áður en ákveðið var að ákæra hann. „Slíkt hlýtur að teljast alger hneisa í réttarríki," sagði Geir. Við þingfestingu málsins las Geir upp yfirlýsingu sem lesa má með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Landsdómur Tengdar fréttir Aldrei hefði átt að ákæra Geir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að málaferlin gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi tekið allt of langan tíma. Hún hefði viljað að aldrei hefði komið til þess að Geir yrði ákærður. 7. júní 2011 12:22 Geir: Ég er saklaus "Virðulegu dómarar háttvirtur saksóknari, mín afstaða til sakarefnis er skýr. Ég lýsi mig saklausan af ákæruefnunum,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti landsdóms, bauð honum að lýsa yfir afstöðu til sakarefnisins fyrir Landsdómi í dag. Ákæra gegn Geir var þingfest í landsdómi, sem staðsettur er í Þjóðmenningarhúsinu, klukkan hálf tvö í dag. 7. júní 2011 13:43 Ákæran á hendur Geir þingfest eftir hádegi Ákæra Sigríðar Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, á hendur Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, verður þingfest í landsdómi eftir hádegi í dag. Á blaðamannafundi í gær gagnrýndi Geir málsmeðferðina harðlega og boðaði frávísunarkröfu vegna galla á henni. Ítrekað hefði verið brotið á sér. 7. júní 2011 10:11 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Ég er auðvitað afskaplega ánægður með það að málið skuli vera komið af stað. Ég er búinn að bíða eftir því síðan í október," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, við blaðamenn eftir að þingfestingu í máli Alþingis gegn honum lauk í dag. Við þingfestinguna krafðist Andri Árnason, verjandi Geirs, þess að dómarar sem kjörnir eru til setu í landsdómi af Alþingi og varamenn þeirra víki sæti. Þetta gerði hann vegna breytinga á lögum um landsdóm eftir að ákæran gegn Geir var samþykkt á Alþingi. Samkvæmt lögunum sitja dómarar áfram þó að kjörtímabil þeirra sé runnið út. Geir og verjandi hans telja að með þessu fyrirkomulagi sé Alþingi, sem sé ákærandinn í málinu, að velja dómara til að dæma í málinu. Slíkt brjóti gegn reglum um réttláta málsmeðferð. Saksóknari hafnar túlkun Geirs. Ekki hefur verið úrskurðað um kröfuna. Þá vakti Geir máls á því við blaðamenn, eftir þingfestinguna, að saksóknaranefnd Alþingis hefði ekki látið neina rannsókn fara fram áður en ákveðið var að ákæra hann. „Slíkt hlýtur að teljast alger hneisa í réttarríki," sagði Geir. Við þingfestingu málsins las Geir upp yfirlýsingu sem lesa má með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Landsdómur Tengdar fréttir Aldrei hefði átt að ákæra Geir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að málaferlin gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi tekið allt of langan tíma. Hún hefði viljað að aldrei hefði komið til þess að Geir yrði ákærður. 7. júní 2011 12:22 Geir: Ég er saklaus "Virðulegu dómarar háttvirtur saksóknari, mín afstaða til sakarefnis er skýr. Ég lýsi mig saklausan af ákæruefnunum,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti landsdóms, bauð honum að lýsa yfir afstöðu til sakarefnisins fyrir Landsdómi í dag. Ákæra gegn Geir var þingfest í landsdómi, sem staðsettur er í Þjóðmenningarhúsinu, klukkan hálf tvö í dag. 7. júní 2011 13:43 Ákæran á hendur Geir þingfest eftir hádegi Ákæra Sigríðar Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, á hendur Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, verður þingfest í landsdómi eftir hádegi í dag. Á blaðamannafundi í gær gagnrýndi Geir málsmeðferðina harðlega og boðaði frávísunarkröfu vegna galla á henni. Ítrekað hefði verið brotið á sér. 7. júní 2011 10:11 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Aldrei hefði átt að ákæra Geir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að málaferlin gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi tekið allt of langan tíma. Hún hefði viljað að aldrei hefði komið til þess að Geir yrði ákærður. 7. júní 2011 12:22
Geir: Ég er saklaus "Virðulegu dómarar háttvirtur saksóknari, mín afstaða til sakarefnis er skýr. Ég lýsi mig saklausan af ákæruefnunum,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti landsdóms, bauð honum að lýsa yfir afstöðu til sakarefnisins fyrir Landsdómi í dag. Ákæra gegn Geir var þingfest í landsdómi, sem staðsettur er í Þjóðmenningarhúsinu, klukkan hálf tvö í dag. 7. júní 2011 13:43
Ákæran á hendur Geir þingfest eftir hádegi Ákæra Sigríðar Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, á hendur Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, verður þingfest í landsdómi eftir hádegi í dag. Á blaðamannafundi í gær gagnrýndi Geir málsmeðferðina harðlega og boðaði frávísunarkröfu vegna galla á henni. Ítrekað hefði verið brotið á sér. 7. júní 2011 10:11