Ingibjörg Sólrún setur enn ofan í við Ögmund 15. júní 2011 14:52 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, ekki þekkja niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis, og að hann hafi staðfest það í Fréttablaðinu í dag. Ögmundur segir í aðsendri grein að það hafi verið niðurstaða rannsóknarnefndarinnar „að látið skyldi á það reyna fyrir Landsdómi hvort fjórir ráðherrar hefðu rækt ráðherraábyrgð sína í aðdraganda hrunsins." Ingibjörg setur ofan í við Ögmund á Facebook síðu sinni nú síðdegis og segir hann fara með fleipur. Hún bendir á að rannsóknarnefnd gerði engar tillögur um Landsdóm og niðurstaða hennar var að þrír, en ekki fjórir, ráðherrar hefðu gert mistök í starfi. „Það var hins vegar meirihluti sérstakrar þingnefndar sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til að Landsdómur yrði kallaður saman og sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til ákærur sem voru ekki í samræmi við niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis. Það voru síðan 33 þingmenn sem tóku þá pólitísku ákvörðun að ákæra Geir H. Haarde einan ráðherra," segir Ingibjörg Sólrún á Facebook-síðu sinni. Í gær skrifaði Ingibjörg Sólrún einnig um Ögmund og landsdómsmálið. Þar sagði hún að Ögmundur og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafi opinberað vanþekkingu sína á málinu í fréttaviðtölum og að þeir hafi beitt ákæruvaldi án þess að kynna sér niðurstöðu Rannsóknarskýrslu Alþingis. Ingibjörg Sólrún spyr í þeirri færslu: „Var einhver að tala um pólitík í tengslum við „landsdómsmálið"? Skyldi það vera hugsanlegt að einhverjir þingmenn hafi látið stjórnast af hyggindum sem í hag gátu komið - pólitískt?" Landsdómur Tengdar fréttir Umhugsunarefni Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. 15. júní 2011 07:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, ekki þekkja niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis, og að hann hafi staðfest það í Fréttablaðinu í dag. Ögmundur segir í aðsendri grein að það hafi verið niðurstaða rannsóknarnefndarinnar „að látið skyldi á það reyna fyrir Landsdómi hvort fjórir ráðherrar hefðu rækt ráðherraábyrgð sína í aðdraganda hrunsins." Ingibjörg setur ofan í við Ögmund á Facebook síðu sinni nú síðdegis og segir hann fara með fleipur. Hún bendir á að rannsóknarnefnd gerði engar tillögur um Landsdóm og niðurstaða hennar var að þrír, en ekki fjórir, ráðherrar hefðu gert mistök í starfi. „Það var hins vegar meirihluti sérstakrar þingnefndar sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til að Landsdómur yrði kallaður saman og sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til ákærur sem voru ekki í samræmi við niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis. Það voru síðan 33 þingmenn sem tóku þá pólitísku ákvörðun að ákæra Geir H. Haarde einan ráðherra," segir Ingibjörg Sólrún á Facebook-síðu sinni. Í gær skrifaði Ingibjörg Sólrún einnig um Ögmund og landsdómsmálið. Þar sagði hún að Ögmundur og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafi opinberað vanþekkingu sína á málinu í fréttaviðtölum og að þeir hafi beitt ákæruvaldi án þess að kynna sér niðurstöðu Rannsóknarskýrslu Alþingis. Ingibjörg Sólrún spyr í þeirri færslu: „Var einhver að tala um pólitík í tengslum við „landsdómsmálið"? Skyldi það vera hugsanlegt að einhverjir þingmenn hafi látið stjórnast af hyggindum sem í hag gátu komið - pólitískt?"
Landsdómur Tengdar fréttir Umhugsunarefni Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. 15. júní 2011 07:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Umhugsunarefni Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. 15. júní 2011 07:00