Fljúgandi start í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2011 12:09 Flottur lax úr Kvíslapollum í Ytri Rangá Mynd: www.agn.is Veiðar hófust í Ytri Rangá í morgun og laxinn var svo sannarlega mættur. Lax-á á er með sína fulltrúa á svæðinu, þá Stefán Pál Ágústsson og Stefán Sigurðsson. Stefán Sig var nú rétt í þessu að landa 12 punda hrygnu en nafni hans Ágústsson var enn fisklaus. Alls voru komnir 6 laxar á land en það er ein besta byrjun í Ytri Rangá í mörg ár. Aðrar stangir höfðu þó ekki látið sitt eftir liggja og voru komnir í það minnsta fimm laxar á land. Fiskurinn virðist vera ágætlega dreifður og enginn þeirra veiddist á sama stað. Laxarnir veiddust á Rangárflúðum, við Ægissíðufoss, á Klöppinni og í Djúpós. Allt voru þetta silfraðir og fallegir 2ja ára laxar. Við fáum vonandi myndir frá opnunni til birtingar síðar í dag ásamt frekari fréttum af gangi mála. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Hafralónsá komin til Hreggnasa Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði
Veiðar hófust í Ytri Rangá í morgun og laxinn var svo sannarlega mættur. Lax-á á er með sína fulltrúa á svæðinu, þá Stefán Pál Ágústsson og Stefán Sigurðsson. Stefán Sig var nú rétt í þessu að landa 12 punda hrygnu en nafni hans Ágústsson var enn fisklaus. Alls voru komnir 6 laxar á land en það er ein besta byrjun í Ytri Rangá í mörg ár. Aðrar stangir höfðu þó ekki látið sitt eftir liggja og voru komnir í það minnsta fimm laxar á land. Fiskurinn virðist vera ágætlega dreifður og enginn þeirra veiddist á sama stað. Laxarnir veiddust á Rangárflúðum, við Ægissíðufoss, á Klöppinni og í Djúpós. Allt voru þetta silfraðir og fallegir 2ja ára laxar. Við fáum vonandi myndir frá opnunni til birtingar síðar í dag ásamt frekari fréttum af gangi mála. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Hafralónsá komin til Hreggnasa Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði