Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2011 13:38 Stórlax úr Breiðdalsá Mynd: www.strengir.is Oftast hefur verið vart við laxa á stangli í Breiðdalsá í júní en ekki verður opnað fyrr en 1. júlí eins og verið hefur undanfarinn ár. En miðað við lýsingarnar sem berast að austan má kanski fara að endurskoða það! Eftirfarandi póstur barst í gær frá Sigurði Árnasyni sem er að vinna í viðhaldi á laxastiganum áður en vertíðinn hefst og þar segir:„Sæll Þröstur Ég var staddur uppi við laxastigann í Efri Beljanda fyrir stundu og varð litið út á breiðuna fyrir neðan og sá þá lax bylta sér. Gekk upp á klettinn og setti upp gleraugun og við mér blasti stórkostleg sjón. Tveggja ára laxinn var þar í röðum niður eftir malarkantinum!! Á að giska um 20 stykki. Þessi flykki sveimuðu hver á fætur öðrum um hylinn eins og kafbátar. Þá hlaut Neðri Beljandi að halda fiski og viti menn! Þegar ég gekk fram á brúnina kraumaði gersamlega allt. . . Það lítur svo sannarlega út fyrir algert metsumar og ég get vart beðið til þess að áin opni. kkv Siggi Árna“Glæsilegar fréttir og nú bara bíðum við spenntir eftir 1. júlí! Birt með góðfúslegu leyfi Strengja Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Langá Veiði Töluvert af laxi í Soginu Veiði Höfundur Snældunnar látinn Veiði Rabbi tekur við Norðurá til fimm ára Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Lagt til að alfriða stórlax í veiðiánum sumarið 2011 Veiði Þingvallableikjan farin að taka flugur veiðimanna Veiði Uppselt í Hítará Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Uppkaup neta í Þingvallavatni möguleiki Veiði
Oftast hefur verið vart við laxa á stangli í Breiðdalsá í júní en ekki verður opnað fyrr en 1. júlí eins og verið hefur undanfarinn ár. En miðað við lýsingarnar sem berast að austan má kanski fara að endurskoða það! Eftirfarandi póstur barst í gær frá Sigurði Árnasyni sem er að vinna í viðhaldi á laxastiganum áður en vertíðinn hefst og þar segir:„Sæll Þröstur Ég var staddur uppi við laxastigann í Efri Beljanda fyrir stundu og varð litið út á breiðuna fyrir neðan og sá þá lax bylta sér. Gekk upp á klettinn og setti upp gleraugun og við mér blasti stórkostleg sjón. Tveggja ára laxinn var þar í röðum niður eftir malarkantinum!! Á að giska um 20 stykki. Þessi flykki sveimuðu hver á fætur öðrum um hylinn eins og kafbátar. Þá hlaut Neðri Beljandi að halda fiski og viti menn! Þegar ég gekk fram á brúnina kraumaði gersamlega allt. . . Það lítur svo sannarlega út fyrir algert metsumar og ég get vart beðið til þess að áin opni. kkv Siggi Árna“Glæsilegar fréttir og nú bara bíðum við spenntir eftir 1. júlí! Birt með góðfúslegu leyfi Strengja
Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Langá Veiði Töluvert af laxi í Soginu Veiði Höfundur Snældunnar látinn Veiði Rabbi tekur við Norðurá til fimm ára Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Lagt til að alfriða stórlax í veiðiánum sumarið 2011 Veiði Þingvallableikjan farin að taka flugur veiðimanna Veiði Uppselt í Hítará Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Uppkaup neta í Þingvallavatni möguleiki Veiði