Flott opnun í Fnjóská þrátt fyrir kulda 20. júní 2011 13:25 Mynd: www.svfr.is Þrátt fyrir að það sé búið að vera kaldranalegt í Fnjóskárdal undanfarið þá er laxinn mættur. Það voru stjórnarmenn í Flúðum sem hófu veiðitímabilið og var veitt á svæði 1. sem er neðsta svæðið í ánni. Alls komu 4 laxar á land sem voru um 10-11 pund. Fleiri tökur fengust og einn stórlax tapaðist eftir að hafa rétt upp krókana eftir mikil læti. Sagði veiðimaðurinn að fiskurinn sem hann landaði síðar hefði kannski slagað í það að vera hálfdrættingur á við þann er hann missti. Það er mjög fallegt vatn í ánni þessa dagana þar sem það hefur verið kalt og víst að fiskur gengur auðveldlega upp laxastigann enda sáust tvær boltableikjur í miðjum stiganum. Það er þó ansi hætt við því að vorleysingarnar eigi eftir að koma þegar hlýnar verulega eða rignir mikið. Eftir hamfarirnar í vetur hafa orðið breytingar á nokkrum stöðum þar sem bæði möl og björg hafa fæst til og er til að mynda rennan í Kolbeinspolli orðin töluvert breytt sem og mikið hefur hrunið ofan í Bjarghornið. Hvort þetta hefur áhrif á veiðina í þessum stöðum á eftir að koma í ljós. Frétt og mynd er fengin af vefsíðu Flúða. Á myndinni má sjá Guðmund Veiðimann með fallega laxa á opnunardaginn. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði
Þrátt fyrir að það sé búið að vera kaldranalegt í Fnjóskárdal undanfarið þá er laxinn mættur. Það voru stjórnarmenn í Flúðum sem hófu veiðitímabilið og var veitt á svæði 1. sem er neðsta svæðið í ánni. Alls komu 4 laxar á land sem voru um 10-11 pund. Fleiri tökur fengust og einn stórlax tapaðist eftir að hafa rétt upp krókana eftir mikil læti. Sagði veiðimaðurinn að fiskurinn sem hann landaði síðar hefði kannski slagað í það að vera hálfdrættingur á við þann er hann missti. Það er mjög fallegt vatn í ánni þessa dagana þar sem það hefur verið kalt og víst að fiskur gengur auðveldlega upp laxastigann enda sáust tvær boltableikjur í miðjum stiganum. Það er þó ansi hætt við því að vorleysingarnar eigi eftir að koma þegar hlýnar verulega eða rignir mikið. Eftir hamfarirnar í vetur hafa orðið breytingar á nokkrum stöðum þar sem bæði möl og björg hafa fæst til og er til að mynda rennan í Kolbeinspolli orðin töluvert breytt sem og mikið hefur hrunið ofan í Bjarghornið. Hvort þetta hefur áhrif á veiðina í þessum stöðum á eftir að koma í ljós. Frétt og mynd er fengin af vefsíðu Flúða. Á myndinni má sjá Guðmund Veiðimann með fallega laxa á opnunardaginn. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði