Gengur vel í Gljúfurá í Borgarfirði Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2011 16:42 Mynd af www.svfr.is Síðasti tveggja daga hópur í Gljúfurá fékk tíu laxa. Þetta var þriðja holl sumarsins og lauk veiðum í gær. Þá stóð veiðibókin í sléttum 30 veiddum löxum. Opnunarhollið fékk átta laxa á einum og hálfum degi, og í kjölfarið kom hópur sem hélt á brott með ellefu laxa. Þriðja hollið fékk svo tíu eins og áður segir. Samkvæmt upplýsingum frá þeim þá var heldur rólegt fyrri daginn, en síðari daginn fengust fimm lúsugir laxar sem gaf till kynna að eitthvað væri að ganga af laxi í kjölfarið á strórsteyminu. Í morgun bárust hins vegar þær fréttir að stangirnar sem hófu veiðar í gær væru komnar í kvótavandræðum. Er öll sú veiði fengin neðan teljara og því ljóst að þetta er allt að koma. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Gafst upp á bleikjunni og veiddi spúna Veiði Nýr Friggi á tvíkrækju Veiði Úlfarsá komin til SVFR Veiði Umgengni við veiðistaði á Elliðavatni oft hrikalega léleg Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu laxveiðiárnar Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Þurrflugu Master class hjá Caddis bræðrum Veiði Þar sem borgarbörnin fá mariulaxana Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði
Síðasti tveggja daga hópur í Gljúfurá fékk tíu laxa. Þetta var þriðja holl sumarsins og lauk veiðum í gær. Þá stóð veiðibókin í sléttum 30 veiddum löxum. Opnunarhollið fékk átta laxa á einum og hálfum degi, og í kjölfarið kom hópur sem hélt á brott með ellefu laxa. Þriðja hollið fékk svo tíu eins og áður segir. Samkvæmt upplýsingum frá þeim þá var heldur rólegt fyrri daginn, en síðari daginn fengust fimm lúsugir laxar sem gaf till kynna að eitthvað væri að ganga af laxi í kjölfarið á strórsteyminu. Í morgun bárust hins vegar þær fréttir að stangirnar sem hófu veiðar í gær væru komnar í kvótavandræðum. Er öll sú veiði fengin neðan teljara og því ljóst að þetta er allt að koma. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Gafst upp á bleikjunni og veiddi spúna Veiði Nýr Friggi á tvíkrækju Veiði Úlfarsá komin til SVFR Veiði Umgengni við veiðistaði á Elliðavatni oft hrikalega léleg Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu laxveiðiárnar Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Þurrflugu Master class hjá Caddis bræðrum Veiði Þar sem borgarbörnin fá mariulaxana Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði