Norðurá komin í 400 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2011 16:15 Mynd www.svfr.is Það hefur mikið breyst við Norðurá undanfarna tvo daga. Veiðin hefur tekið mikinn kipp í kjölfarið á fyrstu alvöru laxagöngum sumarsins. Af öllum svæðum eru á hádegi í dag komnir um 400 laxar. Mikið vatn er í ánni eftir rigningar í gær, og rauk vatnsmagnið úr 17 í 24 rúmmetra samkvæmt vatnsmæli í Stekk. Mikill lax liggur neðan við Laxfoss og eins á milli fossa en Dalurinn er enn ekki kominn inn að ráði. Þó hafa stangirnar tvær ofan Glanna úr nógu að moða og lax að veiðast daglega þar efra. Holl sem lauk veiðum í dag var með um 90 laxa veiði. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Haukadalsá komin yfir 700 laxa Veiði Syðri Brú að verða uppseld Veiði Laxinn mættur í Norðurá og Þverá Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Lifnar aðeins yfir Soginu Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Aðalfundur SVFR: Framboðsfrestur að renna út Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Rangárnar standa upp úr í sumar Veiði
Það hefur mikið breyst við Norðurá undanfarna tvo daga. Veiðin hefur tekið mikinn kipp í kjölfarið á fyrstu alvöru laxagöngum sumarsins. Af öllum svæðum eru á hádegi í dag komnir um 400 laxar. Mikið vatn er í ánni eftir rigningar í gær, og rauk vatnsmagnið úr 17 í 24 rúmmetra samkvæmt vatnsmæli í Stekk. Mikill lax liggur neðan við Laxfoss og eins á milli fossa en Dalurinn er enn ekki kominn inn að ráði. Þó hafa stangirnar tvær ofan Glanna úr nógu að moða og lax að veiðast daglega þar efra. Holl sem lauk veiðum í dag var með um 90 laxa veiði. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Haukadalsá komin yfir 700 laxa Veiði Syðri Brú að verða uppseld Veiði Laxinn mættur í Norðurá og Þverá Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Lifnar aðeins yfir Soginu Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Aðalfundur SVFR: Framboðsfrestur að renna út Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Rangárnar standa upp úr í sumar Veiði