Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Karl Lúðvíksson skrifar 19. júlí 2011 12:00 Örn með 9.2 punda urriða úr Snjóölduvatni Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Aðstæður í Veiðivötnum hafa lagast mikið síðustu vikuna, vötnin að hitna og flugan að minnka. Veiðin hefur tekið kipp upp á við samhliða því. Í 4. viku komu 2743 fiskar á land, sem er mjög gott miðað við sama tíma undanfarin ár. Mest veiddist í Langavatni, 579 fiskar. Einnig veiddist vel í Litlasjó, Nýjavatni, Stóra Fossvatni, Skyggnisvatni og Snjóölduvatni. Heildarveiðin í Veiðivötnum er komin upp í 10703 fiska sem verður að teljast mjög góð veiði. Hæst meðalþyngd er í Ónefndavatni og Grænavatni (3,0-3,5 pd). Einnig veiðast þungir fiskar í Hraunvötnum, Litlasjó, Snjóölduvatni, Ónýtavatni, Litla Skálavatni og Fossvötnunum. Þyngsti fiskurinn kom úr Hraunvötnum, 11,4 pd í annari viku. Frétt af vef Veiðivatna www.veidivotn.is Stangveiði Mest lesið Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Ný fluga úr smiðju Sigurðar Héðins Veiði Melta söluskrána með hangikjötinu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Peter Ross er öflug í sjóbleikjuna Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Kleifarvatn að lifna við eftir mögur ár Veiði
Aðstæður í Veiðivötnum hafa lagast mikið síðustu vikuna, vötnin að hitna og flugan að minnka. Veiðin hefur tekið kipp upp á við samhliða því. Í 4. viku komu 2743 fiskar á land, sem er mjög gott miðað við sama tíma undanfarin ár. Mest veiddist í Langavatni, 579 fiskar. Einnig veiddist vel í Litlasjó, Nýjavatni, Stóra Fossvatni, Skyggnisvatni og Snjóölduvatni. Heildarveiðin í Veiðivötnum er komin upp í 10703 fiska sem verður að teljast mjög góð veiði. Hæst meðalþyngd er í Ónefndavatni og Grænavatni (3,0-3,5 pd). Einnig veiðast þungir fiskar í Hraunvötnum, Litlasjó, Snjóölduvatni, Ónýtavatni, Litla Skálavatni og Fossvötnunum. Þyngsti fiskurinn kom úr Hraunvötnum, 11,4 pd í annari viku. Frétt af vef Veiðivatna www.veidivotn.is
Stangveiði Mest lesið Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Ný fluga úr smiðju Sigurðar Héðins Veiði Melta söluskrána með hangikjötinu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Peter Ross er öflug í sjóbleikjuna Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Kleifarvatn að lifna við eftir mögur ár Veiði