Mikið líf í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2011 14:33 Hafþór Bjarni með maríulaxinn sinn úr Sjávarfossi. Með honum á myndinni er Bjarni Júlíusson Líflegt er við Elliðaárnar þessa dagana en áin er komin í 317 laxa og tala bara hækkar á hverjum degi. Mikið líf er á flestum stöðum neðan stíflu og eitthvað af laxi farið að veiðast fyrir ofan stífluna líka. Hefðbundnir veiðistaðir uppfrá eins og Hraun og Hundasteinar skila gjarnan góðri veiði á þessum tíma en eins er töluvert að laxi í Breiðholtsstrengjunum. Það er stórstreymt um helgina og það má þess vegna gera ráð fyrir því að veiðin glæðist ennþá meira ef göngurnar sem yfirleitt koma inn á þessum árstíma skili sér í ánna.Hafþór Bjarni með annan fallegan lax úr ElliðaánumBjarni Júlíusson hjá SVFR var við veiðar ásamt hinum unga og efnilega veiðimanni Hafþóri Bjarna í Elliðaánum og var veiðin hjá þeim frábær eftir daginn. Þeir fengum 2 í Fossi, einn á Breiðu og einn í Neðri Kistu. Ef þú vilt senda okkur myndir og veiðifrétt sendu póst á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Gafst upp á bleikjunni og veiddi spúna Veiði Nýr Friggi á tvíkrækju Veiði Úlfarsá komin til SVFR Veiði Umgengni við veiðistaði á Elliðavatni oft hrikalega léleg Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu laxveiðiárnar Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Ný heimasíða fyrir Norðurá Veiði Lifnar yfir Ásgarði í Soginu Veiði Opið hús í Hlíðarvatni Selvogi Veiði Þrjár flugur gáfu þrjá 22 punda laxa Veiði
Líflegt er við Elliðaárnar þessa dagana en áin er komin í 317 laxa og tala bara hækkar á hverjum degi. Mikið líf er á flestum stöðum neðan stíflu og eitthvað af laxi farið að veiðast fyrir ofan stífluna líka. Hefðbundnir veiðistaðir uppfrá eins og Hraun og Hundasteinar skila gjarnan góðri veiði á þessum tíma en eins er töluvert að laxi í Breiðholtsstrengjunum. Það er stórstreymt um helgina og það má þess vegna gera ráð fyrir því að veiðin glæðist ennþá meira ef göngurnar sem yfirleitt koma inn á þessum árstíma skili sér í ánna.Hafþór Bjarni með annan fallegan lax úr ElliðaánumBjarni Júlíusson hjá SVFR var við veiðar ásamt hinum unga og efnilega veiðimanni Hafþóri Bjarna í Elliðaánum og var veiðin hjá þeim frábær eftir daginn. Þeir fengum 2 í Fossi, einn á Breiðu og einn í Neðri Kistu. Ef þú vilt senda okkur myndir og veiðifrétt sendu póst á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Gafst upp á bleikjunni og veiddi spúna Veiði Nýr Friggi á tvíkrækju Veiði Úlfarsá komin til SVFR Veiði Umgengni við veiðistaði á Elliðavatni oft hrikalega léleg Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu laxveiðiárnar Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Ný heimasíða fyrir Norðurá Veiði Lifnar yfir Ásgarði í Soginu Veiði Opið hús í Hlíðarvatni Selvogi Veiði Þrjár flugur gáfu þrjá 22 punda laxa Veiði