103 sm stórlax af Hrauni 12. júlí 2011 09:59 Nils Folmer Jörgensen með stórlaxinn á Hrauni Mynd af www.svak.is Á föstudaginn sl. veiddist fyrsti lax sumarsins á Hrauni, 103 cm lúsugur hængur. Þetta var þykkur og fallegur lax eins og myndin sýnir en hann veiddist við Engey sem er neðst á svæðinu. Laxinn gæti því hugsanlega vegið 23 til 24 pund en honum var auðvitað sleppt. Hraun og hin svæðin neðan virkjunar voru mikil stórlaxasvæði hér í den en á því varð breyting upp úr 1980. Laxinn hefur nú verið friðaður fyrir allri veiði á Hrauni og á svæðunum í kring í átta ár og ánægjulegt að hann sé smám saman að hasla sér völl aftur efst í dalnum, laxgengd hefur greinilega verið að aukast aftur á þessum svæðum síðustu árin. Urriðaveiðin hefur verið prýðileg á Hrauni það sem af er sumars þrátt fyrir hret og kuldatíð í maí og júní. Oft eru að fást 15 til 20 fiskar yfir daginn á stangirnar þrjár og eru þeir vænni en í fyrra, allt upp í 60 cm. Það er fyrst núna að það er að koma smá ylur í ánna og besti tíminn því fram undan. Sem fyrr, eru það þurrfluguveiðimenn sem eru að brillera á Hrauni en púpur og streamerar líka öflugir. Það er búin að vera mikil fluga síðustu vikurnar og urriðinn er yfirleitt vel á sig kominn. Við minnum veiðimenn á að gá eftir merkjum á urriðanum í Hrauni - en þar stendur nú yfir nú rannsóknarverkefni þar sem meta á vöxt, far og afföll urriða - einn þátturinn er að skoða hvort hitastig hafi áhrif á lifun á urriða sem sleppt er. Við hvetjum veiðimenn til að taka þátt í þessu verkefni og sleppa öllum merktum fiski aftur - en skrá jafnframt niður númer merkis og hitastig árinnar - auk hefðbundinna skráningarþátta. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK Stangveiði Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði
Á föstudaginn sl. veiddist fyrsti lax sumarsins á Hrauni, 103 cm lúsugur hængur. Þetta var þykkur og fallegur lax eins og myndin sýnir en hann veiddist við Engey sem er neðst á svæðinu. Laxinn gæti því hugsanlega vegið 23 til 24 pund en honum var auðvitað sleppt. Hraun og hin svæðin neðan virkjunar voru mikil stórlaxasvæði hér í den en á því varð breyting upp úr 1980. Laxinn hefur nú verið friðaður fyrir allri veiði á Hrauni og á svæðunum í kring í átta ár og ánægjulegt að hann sé smám saman að hasla sér völl aftur efst í dalnum, laxgengd hefur greinilega verið að aukast aftur á þessum svæðum síðustu árin. Urriðaveiðin hefur verið prýðileg á Hrauni það sem af er sumars þrátt fyrir hret og kuldatíð í maí og júní. Oft eru að fást 15 til 20 fiskar yfir daginn á stangirnar þrjár og eru þeir vænni en í fyrra, allt upp í 60 cm. Það er fyrst núna að það er að koma smá ylur í ánna og besti tíminn því fram undan. Sem fyrr, eru það þurrfluguveiðimenn sem eru að brillera á Hrauni en púpur og streamerar líka öflugir. Það er búin að vera mikil fluga síðustu vikurnar og urriðinn er yfirleitt vel á sig kominn. Við minnum veiðimenn á að gá eftir merkjum á urriðanum í Hrauni - en þar stendur nú yfir nú rannsóknarverkefni þar sem meta á vöxt, far og afföll urriða - einn þátturinn er að skoða hvort hitastig hafi áhrif á lifun á urriða sem sleppt er. Við hvetjum veiðimenn til að taka þátt í þessu verkefni og sleppa öllum merktum fiski aftur - en skrá jafnframt niður númer merkis og hitastig árinnar - auk hefðbundinna skráningarþátta. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK
Stangveiði Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði