Frábær veiði í Breiðdalsá og Hrútafjarðará að fara í gang Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2011 12:23 Einn vænn hjá Birni Guðmundssyni af Skammadalsbreiðu Mynd af www.strengir.is Þrátt fyrir flóð þar sem 2-3 dagar nánast duttu út í veiði er laxveiðin núna fjórföld í Breiðdalsá miðað við sama tíma í fyrra eða komin strax í 75 laxa. Bara í gær komu 18 laxar og lax að hellast inn, aðallega stórlax en þó strax komnir smálaxar í bland sem lofar góðu. Stærstu fiskar eru um 88 cm og almennt er allur laxinn í gríðarlega góðum holdum, t.d. mældist lax í gær sem var 88 cm að lengd en ummálið var 47 cm! Veiðin er vel dreifð um ánna en þó hefur Tinna verið einna gjöfulust. Þar var eftir hádegi í dag sett í sex laxa sem allir fóru af, þar einn dreki sem fór eftir 45 min baráttu og er veiðimaðurinn og gædinn sáu laxinn loks eftir langa viðureign var sporðblaðkan eins og á skóflublað sögðu þeir. Eru þeir þó ýmsu vanir í Breiðdalsá, enda hefur þessi veiðimaður fengið þar nokkra í 20 punda klassanum undanfarin ár.Glímt við einn stóran í Hrútu í veiðistaðnum BálkMynd af www.strengir.isHrútafjarðará hefur gefið á milli 20-30 laxa og flesta væna. Vatnið er gott að sögn veiðimanna þar og ekki eru líkur á vatnsleysi þar í sumar eins og svo oft áður, enda snjóalög með eindæmum mikil eftir kalt vor. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja Stangveiði Mest lesið 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Hafralónsá komin til Hreggnasa Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði
Þrátt fyrir flóð þar sem 2-3 dagar nánast duttu út í veiði er laxveiðin núna fjórföld í Breiðdalsá miðað við sama tíma í fyrra eða komin strax í 75 laxa. Bara í gær komu 18 laxar og lax að hellast inn, aðallega stórlax en þó strax komnir smálaxar í bland sem lofar góðu. Stærstu fiskar eru um 88 cm og almennt er allur laxinn í gríðarlega góðum holdum, t.d. mældist lax í gær sem var 88 cm að lengd en ummálið var 47 cm! Veiðin er vel dreifð um ánna en þó hefur Tinna verið einna gjöfulust. Þar var eftir hádegi í dag sett í sex laxa sem allir fóru af, þar einn dreki sem fór eftir 45 min baráttu og er veiðimaðurinn og gædinn sáu laxinn loks eftir langa viðureign var sporðblaðkan eins og á skóflublað sögðu þeir. Eru þeir þó ýmsu vanir í Breiðdalsá, enda hefur þessi veiðimaður fengið þar nokkra í 20 punda klassanum undanfarin ár.Glímt við einn stóran í Hrútu í veiðistaðnum BálkMynd af www.strengir.isHrútafjarðará hefur gefið á milli 20-30 laxa og flesta væna. Vatnið er gott að sögn veiðimanna þar og ekki eru líkur á vatnsleysi þar í sumar eins og svo oft áður, enda snjóalög með eindæmum mikil eftir kalt vor. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja
Stangveiði Mest lesið 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Hafralónsá komin til Hreggnasa Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði