Laxá í Dölum að vakna til lífsins Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2011 16:18 Mynd af www.svfr.is Eftir mikla tregðu er Laxá í Dölum vöknuð til lífsins. Að sögn Árna Friðleifssonar sem er á staðnum þá er kominn fiskur um alla á í kjölfar rigningar. Sett var í sautján laxa í morgun og níu landað. Þar af voru fimm þeirra á svæði III sem hefur verið steindautt í sumar. Þetta er svo sem ekki nýlunda þegar að Laxá í Dölum á í hlut, en áin er þekkt fyrir að vera sein til og óútreiknanleg. Er aflanum oft misskipt því í rigningatíð geta göngurnar í ána orðið ævintýralegar. Einn leiðsögumanna keyrði til dæmis ofan í eina laxagönguna í morgun þegar að farið var yfir vað ofarlega í ánni. Splundraðist vaðið þegar að tugir laxa styggðust og ruku upp ána. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Góð veiði við Ölfusárós Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Leirvogsá á lausu Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Líf á Bíldsfelli Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Góður gangur í Elliðaánum Veiði Tailor er ein besta vatnaflugan Veiði Fer Laxá á Ásum yfir 1000 laxa? Veiði Veiðikeppnin litla Veiði
Eftir mikla tregðu er Laxá í Dölum vöknuð til lífsins. Að sögn Árna Friðleifssonar sem er á staðnum þá er kominn fiskur um alla á í kjölfar rigningar. Sett var í sautján laxa í morgun og níu landað. Þar af voru fimm þeirra á svæði III sem hefur verið steindautt í sumar. Þetta er svo sem ekki nýlunda þegar að Laxá í Dölum á í hlut, en áin er þekkt fyrir að vera sein til og óútreiknanleg. Er aflanum oft misskipt því í rigningatíð geta göngurnar í ána orðið ævintýralegar. Einn leiðsögumanna keyrði til dæmis ofan í eina laxagönguna í morgun þegar að farið var yfir vað ofarlega í ánni. Splundraðist vaðið þegar að tugir laxa styggðust og ruku upp ána. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Góð veiði við Ölfusárós Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Leirvogsá á lausu Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Líf á Bíldsfelli Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Góður gangur í Elliðaánum Veiði Tailor er ein besta vatnaflugan Veiði Fer Laxá á Ásum yfir 1000 laxa? Veiði Veiðikeppnin litla Veiði