Góðar göngur í Mýrarkvísl Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2011 09:46 Mynd af www.svak.is Nú er komin almennlegur kraftur í göngurnar í Mýrarkvísl og er lax í flestum hyljum á svæði 1-2 og nokkrir hrikalegir hafa sloppið. Voru víst ægileg átök við þessa dreka sem sluppu en þeir höfðu betur að þessu sinni. Góð urriðaveiði var í vor í Mýrarkvísl og laxinn virðist vera farinn að ganga á fullum krafti. Mýrarkvísl er í Reykjahverfi við Húsavík og er þverá Laxár í Aðaldal. Hún á upptök sín í Langavatni þar sem veiðihúsið er staðsett og kemur í Laxána mjög neðarlega eða í Heiðarendanum rétt ofan Laxamýrar. Úr Langavatni tekur áin stefnu til vesturs inn í mikla friðsæld, fjarri byggð og þjóðvegi og því hægt að njóta veiðanna til fulls í óspilltri náttúru. Merktir veiðistaðir er 54 á c.a. 25 km vegalend og býður áin upp á mikla fjölbreytni, frá rólegum og skemmtilegum breiðum upp í hrikaleg gljúfur þar sem jafnvel þarf að styðja sig við spotta til að komast í færi við vel sjáanlega fiska. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK Stangveiði Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Kröftugar göngur í Eystri Rangá Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði
Nú er komin almennlegur kraftur í göngurnar í Mýrarkvísl og er lax í flestum hyljum á svæði 1-2 og nokkrir hrikalegir hafa sloppið. Voru víst ægileg átök við þessa dreka sem sluppu en þeir höfðu betur að þessu sinni. Góð urriðaveiði var í vor í Mýrarkvísl og laxinn virðist vera farinn að ganga á fullum krafti. Mýrarkvísl er í Reykjahverfi við Húsavík og er þverá Laxár í Aðaldal. Hún á upptök sín í Langavatni þar sem veiðihúsið er staðsett og kemur í Laxána mjög neðarlega eða í Heiðarendanum rétt ofan Laxamýrar. Úr Langavatni tekur áin stefnu til vesturs inn í mikla friðsæld, fjarri byggð og þjóðvegi og því hægt að njóta veiðanna til fulls í óspilltri náttúru. Merktir veiðistaðir er 54 á c.a. 25 km vegalend og býður áin upp á mikla fjölbreytni, frá rólegum og skemmtilegum breiðum upp í hrikaleg gljúfur þar sem jafnvel þarf að styðja sig við spotta til að komast í færi við vel sjáanlega fiska. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK
Stangveiði Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Kröftugar göngur í Eystri Rangá Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði