Rólegt í sjóbleikjunni á Eyjafjarðarsvæðinu 25. júlí 2011 10:50 Mynd af www.svak.is Fremur rólegt hefur í sjóbleikjunni á Eyjafjarðarsvæðinu það sem af er júlí. Kalt vor hefur seinkað leysingum og árnar verið mjög vatnsmiklar nú í júlí. Engin ástæða er þó til að örvænta því þótt bleikjan hafi verið fyrr á ferðinni síðustu árin verður það að teljast fremur undantekning en regla - á árunum í kringum 2000 var bleikjan yfirleitt ekki á ferðinni fyrr en eftir 20. júlí. Í sumar ætlum við að birta vikulega silungatölur úr nokkrum ám á Norðurlandi - urriði og bleikja eru talin saman, sendið okkur endilega tölur úr veiðibókum ef þið hafið aðgang að þeim. Svo minnum við að sjálfvirku veiðibókina hjá SVAK þar sem hægt er að sjá sundurliðun eftir dögum. Fremur rólegt hefur bleikjuveiðinni á efri svæðunum í Eyjafjarðará - við höfum hinsvegar bæði frétt af laxi þar og sjóbirtingi. Við fréttum einmitt af mikilli sjóbirtingsveiði á pollinum í vor og voru þeir stærstu sagðir yfir 10 pund..... Nánast öll bleikjuveiðin í Fnjóská er af neðsta svæðinu og hefur ekki fréttst af fiski uppá silungasvæði. Bleikja virðist vera farin að dreifa sé um allt í Hörgánni - og hefur verið fín veiði þar síðustu daga. Raunar var afar góð veiði í ósnum í vor og vonum við að það viti á gott bleikjusumar. Við höfum lítið frétt af Svarfaðardalsánni en ef gluggað er í veiðibókina þá virðast menn hafa verið í fínni urriðaveiði á neðri svæðunum. Ólafsfjarðaráin opnaði þann 14. júlí og voru menn í fínni bleikju fyrstu dagana - lítið hefur þó bættst við að fiski og dró úr veiði þegar leið á vikuna. Mjög rólegt hefur verið í Norðurá og Hofsá í Skagafirði - en nóg var af bleikju í Fljótaánni strax í byrjun mánaðarins. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK Meira á www.svak.is Stangveiði Mest lesið Leirvogsá komin aftur til SVFR Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Veiði Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði 4 laxar á land við opnun Grímsár Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Frá 25 til 60 prósenta afsláttur á veiðileyfum Veiði
Fremur rólegt hefur í sjóbleikjunni á Eyjafjarðarsvæðinu það sem af er júlí. Kalt vor hefur seinkað leysingum og árnar verið mjög vatnsmiklar nú í júlí. Engin ástæða er þó til að örvænta því þótt bleikjan hafi verið fyrr á ferðinni síðustu árin verður það að teljast fremur undantekning en regla - á árunum í kringum 2000 var bleikjan yfirleitt ekki á ferðinni fyrr en eftir 20. júlí. Í sumar ætlum við að birta vikulega silungatölur úr nokkrum ám á Norðurlandi - urriði og bleikja eru talin saman, sendið okkur endilega tölur úr veiðibókum ef þið hafið aðgang að þeim. Svo minnum við að sjálfvirku veiðibókina hjá SVAK þar sem hægt er að sjá sundurliðun eftir dögum. Fremur rólegt hefur bleikjuveiðinni á efri svæðunum í Eyjafjarðará - við höfum hinsvegar bæði frétt af laxi þar og sjóbirtingi. Við fréttum einmitt af mikilli sjóbirtingsveiði á pollinum í vor og voru þeir stærstu sagðir yfir 10 pund..... Nánast öll bleikjuveiðin í Fnjóská er af neðsta svæðinu og hefur ekki fréttst af fiski uppá silungasvæði. Bleikja virðist vera farin að dreifa sé um allt í Hörgánni - og hefur verið fín veiði þar síðustu daga. Raunar var afar góð veiði í ósnum í vor og vonum við að það viti á gott bleikjusumar. Við höfum lítið frétt af Svarfaðardalsánni en ef gluggað er í veiðibókina þá virðast menn hafa verið í fínni urriðaveiði á neðri svæðunum. Ólafsfjarðaráin opnaði þann 14. júlí og voru menn í fínni bleikju fyrstu dagana - lítið hefur þó bættst við að fiski og dró úr veiði þegar leið á vikuna. Mjög rólegt hefur verið í Norðurá og Hofsá í Skagafirði - en nóg var af bleikju í Fljótaánni strax í byrjun mánaðarins. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK Meira á www.svak.is
Stangveiði Mest lesið Leirvogsá komin aftur til SVFR Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Veiði Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði 4 laxar á land við opnun Grímsár Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Frá 25 til 60 prósenta afsláttur á veiðileyfum Veiði