Frábær skilyrði og góð veiði í Kjósinni. Mikið af laxi í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 31. júlí 2011 08:36 Sævar Haukdal sleppir laxi í Laxá í Kjós Félagarnir Sævar Haukdal og Rögnvaldur Jónsson voru í síðasta holli í Laxá í Kjós og enduðu með 21 lax á stöngina. Skilyrðin í ánni voru að þeirra sögn frábær. Áin í góðu vatni og fiskur að ganga af krafti, en sérstaklega var mikið af laxi á frísvæðinu frá Káranesfljóti og upp fyrir Hurðarbakshyl. Efsta svæðið hefur verið rólegast en er þó að koma hægt og rólega inn núna þegar fiskurinn dreifir sér um ánna. Síðustu ár í Kjósinni hafa verið erfið sökum þurrka og vatnssleysis en núna rignir reglulega um landið og engar fréttir borist af ám sem eru annað hvort vatnslitlar eða vatnslausar.Rögnvaldur að þreyta lax í Hvassaneskvörn í Laxá í KjósVið fengum líka fréttir frá Sævari Haukdal þegar þeir fóru úr Kjósinni beint í Langá og þar voru þeir búnir að landa nokkrum löxum á fyrstu vaktinni. En úr Langá er það að frétta að svo mikill gangur er á laxagöngum að fiskurinn liggur í lögum í Strengjunum á leið sinni upp ánna og virðist stefna í frábært ár í Langá. Áin er í góðu vatni og búin að vera í allt sumar, og nóg virðist vera af laxi sem er að veiðast á öllum stöðum í ánni. Stangveiði Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði
Félagarnir Sævar Haukdal og Rögnvaldur Jónsson voru í síðasta holli í Laxá í Kjós og enduðu með 21 lax á stöngina. Skilyrðin í ánni voru að þeirra sögn frábær. Áin í góðu vatni og fiskur að ganga af krafti, en sérstaklega var mikið af laxi á frísvæðinu frá Káranesfljóti og upp fyrir Hurðarbakshyl. Efsta svæðið hefur verið rólegast en er þó að koma hægt og rólega inn núna þegar fiskurinn dreifir sér um ánna. Síðustu ár í Kjósinni hafa verið erfið sökum þurrka og vatnssleysis en núna rignir reglulega um landið og engar fréttir borist af ám sem eru annað hvort vatnslitlar eða vatnslausar.Rögnvaldur að þreyta lax í Hvassaneskvörn í Laxá í KjósVið fengum líka fréttir frá Sævari Haukdal þegar þeir fóru úr Kjósinni beint í Langá og þar voru þeir búnir að landa nokkrum löxum á fyrstu vaktinni. En úr Langá er það að frétta að svo mikill gangur er á laxagöngum að fiskurinn liggur í lögum í Strengjunum á leið sinni upp ánna og virðist stefna í frábært ár í Langá. Áin er í góðu vatni og búin að vera í allt sumar, og nóg virðist vera af laxi sem er að veiðast á öllum stöðum í ánni.
Stangveiði Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði