Staða Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar karla er enn sterkari eftir leiki gærkvöldsins en Stjörnuliðið nýtti sér jafntefli Vals fyrir norðan vann 3-2 sigur á KR í Frostaskjóli og náði sjö stiga forskoti á toppnum þegar fimm umferðir eru eftir af Íslandsmótinu.
Stjörnukonur hafa nú unnið ellefu deildarleiki í röð og það stefnir því í ekkert annað en að fyrsti Íslandsmeistaratitilinn sé á leiðinni í Garðabæinn í ár. Valskonur sem hafa unnið titilinn fimm ár í röð hafa aftur á móti tapað átta stigum í síðustu fimm leikjum.
Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á KR-vellinum í gærkvöldi og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

