Frábært í Hítará Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2011 07:39 Mynd: www.svfr.is Um miðjan júlí var útlitið ekkert sérlega bjart á Hítarárbökkum. Upp úr 20. júlí komu hins vegar stórar göngur í ána sem breyttu stöðunni heldur betur. Segja má að allt frá því að stórgöngur komu í ána síðla júlímánaðar hafi verið frábær veiði í Hítará á Mýrum. Voru þriggja daga hollin að fá allt að 81 lax á stangirnar sex á aðalsvæðinu. Síðustu tvær vikurnar hefur veiði einnig glæðst verulega á veiðisvæðinu Hítará II og hafa þar nú veiðst um 140 laxar á tvær til fjórar dagsstangir. Úr neðri ánni voru hins vegar komnir 432 laxar á hádegi í dag. Því er ljóst að skammt er í að Hítará detti í 600 laxa veiði, og enn er einn og hálfur mánuður eftir af veiðitímabilinu. Ljóst er því að veiðin mun að minnsta kosti verða sambærileg veiðinni i fyrra þegar að 803 laxar veiddust. Hins vegar eru menn á einu máli um að mun meira sé af laxi í neðanverðri ánni miðað við sama tíma undanfarin tvö sumur. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Stórir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiði
Um miðjan júlí var útlitið ekkert sérlega bjart á Hítarárbökkum. Upp úr 20. júlí komu hins vegar stórar göngur í ána sem breyttu stöðunni heldur betur. Segja má að allt frá því að stórgöngur komu í ána síðla júlímánaðar hafi verið frábær veiði í Hítará á Mýrum. Voru þriggja daga hollin að fá allt að 81 lax á stangirnar sex á aðalsvæðinu. Síðustu tvær vikurnar hefur veiði einnig glæðst verulega á veiðisvæðinu Hítará II og hafa þar nú veiðst um 140 laxar á tvær til fjórar dagsstangir. Úr neðri ánni voru hins vegar komnir 432 laxar á hádegi í dag. Því er ljóst að skammt er í að Hítará detti í 600 laxa veiði, og enn er einn og hálfur mánuður eftir af veiðitímabilinu. Ljóst er því að veiðin mun að minnsta kosti verða sambærileg veiðinni i fyrra þegar að 803 laxar veiddust. Hins vegar eru menn á einu máli um að mun meira sé af laxi í neðanverðri ánni miðað við sama tíma undanfarin tvö sumur. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Stórir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiði