Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 6. ágúst 2011 22:15 Enskur veiðimaður fékk í vikunni einn stærsta lax í sögu Hrútafjarðarár er hann var að veiða í efsta veiðistaðnum Réttarfossi. Eftir langa viðureign landaði hann nýrunni hrygnu sem hann mældi á bakkanum sem 106 cm langa og ca. 12 kg! Tók hann einnig mynd af henni áður en hann sleppti henni aftur út í hylinn. Ágæt veiði er í ánni, ekkert mok eins og oft undanfarinn ár en vatnið gott og veiði eftir því. En Hrútafjarðará á oft sínu bestu spretti síðsumars.Og fjörið eykst bara í Breiðdalsá! Í morgun komu 17 laxar á land og var það einnig ein sú mesta stórlaxavakt í sögu árinnar, hafa þær þó verið nokkrar góðar í gegnum tíðina! Af þessum löxum voru 10 laxar á bilinu 80-97 cm eða á bilinu 10-20 punda. Var það stærst svakalega hrygna sem vóg 10 kg sem tók lítinn Sunray Shadow í Réttarhyl. Eins og myndirnar sýna var hún tekin í klak og verður notuð til undaneldis eins og margir aðrir stórlaxar sem tekið hafa agn veiðimanna í Breiðdalsá. Líklega er þetta þriggja ára lax í sjó, en komið hefur í ljós í niðurstöðum hreisturssýna að risahrygnurnar í Breiðdalsá hafa oftast verið það lengi í sjó og er það einsdæmi miðað við flestar aðrar ár á landinu varðandi hrygnur. Nánast allur laxinn í morgun var lúsugur og er ekkert lát á stórlaxagöngum í ánna, en um 450 slíkir hafa veiðst. Smálax er að byrja að sjást sem er óvenju seint og áin stefnir í algjört met ef fer fram sem horfir, á milli 500-550 laxar þegar komnir og tæplega tveir mánuðir eftir ennþá af veiðitímanum. Jökla er að detta í 200 laxa sem er einnig frábær veiði þar á bæ, þar af gaf gærdagurinn 15 laxa á stangirnar sex sem leyfðar eru eingöngu á svæðinu. Stangveiði Mest lesið Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði
Enskur veiðimaður fékk í vikunni einn stærsta lax í sögu Hrútafjarðarár er hann var að veiða í efsta veiðistaðnum Réttarfossi. Eftir langa viðureign landaði hann nýrunni hrygnu sem hann mældi á bakkanum sem 106 cm langa og ca. 12 kg! Tók hann einnig mynd af henni áður en hann sleppti henni aftur út í hylinn. Ágæt veiði er í ánni, ekkert mok eins og oft undanfarinn ár en vatnið gott og veiði eftir því. En Hrútafjarðará á oft sínu bestu spretti síðsumars.Og fjörið eykst bara í Breiðdalsá! Í morgun komu 17 laxar á land og var það einnig ein sú mesta stórlaxavakt í sögu árinnar, hafa þær þó verið nokkrar góðar í gegnum tíðina! Af þessum löxum voru 10 laxar á bilinu 80-97 cm eða á bilinu 10-20 punda. Var það stærst svakalega hrygna sem vóg 10 kg sem tók lítinn Sunray Shadow í Réttarhyl. Eins og myndirnar sýna var hún tekin í klak og verður notuð til undaneldis eins og margir aðrir stórlaxar sem tekið hafa agn veiðimanna í Breiðdalsá. Líklega er þetta þriggja ára lax í sjó, en komið hefur í ljós í niðurstöðum hreisturssýna að risahrygnurnar í Breiðdalsá hafa oftast verið það lengi í sjó og er það einsdæmi miðað við flestar aðrar ár á landinu varðandi hrygnur. Nánast allur laxinn í morgun var lúsugur og er ekkert lát á stórlaxagöngum í ánna, en um 450 slíkir hafa veiðst. Smálax er að byrja að sjást sem er óvenju seint og áin stefnir í algjört met ef fer fram sem horfir, á milli 500-550 laxar þegar komnir og tæplega tveir mánuðir eftir ennþá af veiðitímanum. Jökla er að detta í 200 laxa sem er einnig frábær veiði þar á bæ, þar af gaf gærdagurinn 15 laxa á stangirnar sex sem leyfðar eru eingöngu á svæðinu.
Stangveiði Mest lesið Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði