Blanda gefur enn vel Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2011 09:08 Mynd af www.lax-a.is Þrátt fyrir að lónið uppi á hálendi sé að fyllast er fantagóð veiði á svæðum eitt, tvö og þrjú í Blöndu. Við heyrðum af 2 veiðimönnum sem tóku 14 laxa á 2 dögum á svæðum 2 og 3 og eins af öðrum veiðimönnum sem einnig veiddu 1 – 3 laxa á einni vakt á svæði 2. Svæði 1 gefur enn vel og svo virðist sem spúna- og maðkabann á Breiðunni gefist vel því fiskur er lagstur víðsvegar í henni og eru menn að taka laxa út um allt þar. Eins hafa veiðst allnokkrir á flugu í Damminum, en sá staður hentar ágætlega til fluguveiða – mun betur margir virðast telja. Yfirfallið vofir yfir eins og svo oft áður – nýjasta spá gerir ráð fyrir því á laugardagskvöldið. Þangað til það brestur á má búast við feyknafjöri í Blöndu. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði
Þrátt fyrir að lónið uppi á hálendi sé að fyllast er fantagóð veiði á svæðum eitt, tvö og þrjú í Blöndu. Við heyrðum af 2 veiðimönnum sem tóku 14 laxa á 2 dögum á svæðum 2 og 3 og eins af öðrum veiðimönnum sem einnig veiddu 1 – 3 laxa á einni vakt á svæði 2. Svæði 1 gefur enn vel og svo virðist sem spúna- og maðkabann á Breiðunni gefist vel því fiskur er lagstur víðsvegar í henni og eru menn að taka laxa út um allt þar. Eins hafa veiðst allnokkrir á flugu í Damminum, en sá staður hentar ágætlega til fluguveiða – mun betur margir virðast telja. Yfirfallið vofir yfir eins og svo oft áður – nýjasta spá gerir ráð fyrir því á laugardagskvöldið. Þangað til það brestur á má búast við feyknafjöri í Blöndu. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði