Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 17. ágúst 2011 11:31 Mynd af www.svfr.is Það hefur verið jöfn veiði í Gljúfurá í Borgarfirði í sumar og áin að skríða yfir 200 laxa. Hún hefur verið í ágætis vatni og töluvert af laxi verið á nokkrum stöðum. Hólmabreiða, Rennur og Eyrarhylur eru gjöfulir að vanda en lax hefur dreifst vel um ánna og eru eiginlega allir staðir inni. Mest hefur veiðst á maðk en þeir sem hafa verið duglegir með fluguna hafa ekkert veitt síður vel. Gljúfuráin hefur oft verið best síðsumars þannig að það má vel reikna með því að hún fari eitthvað yfir 300 laxa á þessu ári sem verður að teljast bara fín veiði í þessari nettu á. Stangveiði Mest lesið Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði
Það hefur verið jöfn veiði í Gljúfurá í Borgarfirði í sumar og áin að skríða yfir 200 laxa. Hún hefur verið í ágætis vatni og töluvert af laxi verið á nokkrum stöðum. Hólmabreiða, Rennur og Eyrarhylur eru gjöfulir að vanda en lax hefur dreifst vel um ánna og eru eiginlega allir staðir inni. Mest hefur veiðst á maðk en þeir sem hafa verið duglegir með fluguna hafa ekkert veitt síður vel. Gljúfuráin hefur oft verið best síðsumars þannig að það má vel reikna með því að hún fari eitthvað yfir 300 laxa á þessu ári sem verður að teljast bara fín veiði í þessari nettu á.
Stangveiði Mest lesið Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði