Meira sjálfstraust hjá Hamilton 22. ágúst 2011 15:49 Lewis Hamilton bíður spenntur eftir því að stíga um borð í McLaren bílinn á föstudaginn. Mynd: McLaren F1 Lewis Hamilton hjá McLaren telur að öllum Formúlu 1 ökumönnum hlakki til að keppa á Spa brautinni um næstu helgi, sem hann telur eina af bestu brautum heims. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastain Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. „Eftir (nærri) mánuð fjarri ökumannsklefanum, þá held ég að allir ökumenn á ráslínunni hlakki til að keppa á braut eins og Spa sem er ein af þeim bestu í heimi. Spa hefur alltaf verið ein af uppáhaldsbrautum mínum", sagði Hamilton í fréttatiklynningu frá McLaren. Síðast var keppt í Ungverjalandi 31. júlí, en keppnislið fóru síðan í sumarfrí. Hamilton segir að Spa brautin sé þannig úr garði gerð að hann finni vel þegar keyrt er á ystu nöf og þá sé einstök upplifun í Formúlu 1 bíl. „Ég er þegar farinn að hlakka til að keyra á föstudagsæfingum. Beygjur eins og Eau Rogue, Pouhon og Blanchimont eru frábærar, af því þær eru svo hraðar. Sérstaklega Pouhon, sem er ótrúleg. Maður er á mörkum þess að hafa grip og spilar á bensíngjöfina og reynir að tapa ekki of miklum hraða gegnum stýrishreyfingar. Að ná þessari beygju réttri er undraverð tilfinning." McLaren liðið hefur unnið tvö síðustu mót. Hamilton vann í Þýskalandi, en Jenson Button í Ungverjalandi, en bæði mótin fóru fram í júlí. „Við mætum vel stemmdir, eftir sigur í tveimur síðustu mótum og bíllinn virkar ölfugur. Við höfum lagt okkur fram við að bæta uppsetningu bílsins, sem gefur meira sjálfstraust og þýðir að hægt er að taka meira á, en ella. Sérstaklega í tímatökunni." Veðrið skiptir máli á Spa eins og á öðrum brautum, en Hamilton segir veðrið þar oft óútreiknanlegt. „Ég vil frekar þurra keppni, en satt að segja þá tek ég við öllum aðstæðum. Ég get ekki beðið eftir því að komast af stað á bílnum!", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren telur að öllum Formúlu 1 ökumönnum hlakki til að keppa á Spa brautinni um næstu helgi, sem hann telur eina af bestu brautum heims. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastain Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. „Eftir (nærri) mánuð fjarri ökumannsklefanum, þá held ég að allir ökumenn á ráslínunni hlakki til að keppa á braut eins og Spa sem er ein af þeim bestu í heimi. Spa hefur alltaf verið ein af uppáhaldsbrautum mínum", sagði Hamilton í fréttatiklynningu frá McLaren. Síðast var keppt í Ungverjalandi 31. júlí, en keppnislið fóru síðan í sumarfrí. Hamilton segir að Spa brautin sé þannig úr garði gerð að hann finni vel þegar keyrt er á ystu nöf og þá sé einstök upplifun í Formúlu 1 bíl. „Ég er þegar farinn að hlakka til að keyra á föstudagsæfingum. Beygjur eins og Eau Rogue, Pouhon og Blanchimont eru frábærar, af því þær eru svo hraðar. Sérstaklega Pouhon, sem er ótrúleg. Maður er á mörkum þess að hafa grip og spilar á bensíngjöfina og reynir að tapa ekki of miklum hraða gegnum stýrishreyfingar. Að ná þessari beygju réttri er undraverð tilfinning." McLaren liðið hefur unnið tvö síðustu mót. Hamilton vann í Þýskalandi, en Jenson Button í Ungverjalandi, en bæði mótin fóru fram í júlí. „Við mætum vel stemmdir, eftir sigur í tveimur síðustu mótum og bíllinn virkar ölfugur. Við höfum lagt okkur fram við að bæta uppsetningu bílsins, sem gefur meira sjálfstraust og þýðir að hægt er að taka meira á, en ella. Sérstaklega í tímatökunni." Veðrið skiptir máli á Spa eins og á öðrum brautum, en Hamilton segir veðrið þar oft óútreiknanlegt. „Ég vil frekar þurra keppni, en satt að segja þá tek ég við öllum aðstæðum. Ég get ekki beðið eftir því að komast af stað á bílnum!", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti