Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 13:30 Lewis Hamilton ætlaði sér miklu stærri hluti í Brasilíu en að enda bara í tíunda sætinu. Getty/Peter Fox Lewis Hamilton átti ekki góða helgi í formúlu 1 og breski ökuþórinn var allt en sáttur þegar keppninni lauk. Hamilton endaði í tíunda sæti í brasilíska kappakstrinum en liðsfélagi hans George Russell varð fjórði. Sky Sports opinberaði upptöku af Hamilton að hrauna yfir Mercedes bílinn sinn í lok keppninnar. Það er einnig hægt að lesa þar á milli línanna að hann ætli mögulega að hætta strax og keyra ekki í síðustu þremur keppnunum. „Þetta var krísuhelgi, gott fólk. Bílinn hefur aldrei verið verri. Ég vil þakka ykkur fyrir að halda áfram að reyna og það stóðu sig allir vel á viðgerðasvæðinu,“ sagði Hamilton í samskiptatalstöð Mercedes. „Ef þetta verður síðasta skiptið sem ég keyri bílinn þá er það mikil synd að ekki gekk betur. Ég er samt þakklátur fyrir að hafa ykkur,“ sagði Hamilton. Hamilton er á síðasta tímabili sínu með Mercedes því hann hefur samið við Ferrari. Hamilton mun keyra Ferrari bílinn á næsta tímabili ásamt Charles Leclerc. Sky Sports spurði sjöfalda heimsmeistarann út í það hvort hann gæti sleppt síðustu þremur keppnum tímabilsins. „Vonandi lentum við ekki í fleiri óléttum brautum. Ég held að þær þrjár síðustu séu ekki ósléttar en já það kemur til greina að fara bara í frí, sagði við Hamilton við Sky Sports. Síðustu þrjár keppnirnar fara fram í Las Vegas í Bandaríkjunum, í Katar og í Abú Dabí. Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hamilton endaði í tíunda sæti í brasilíska kappakstrinum en liðsfélagi hans George Russell varð fjórði. Sky Sports opinberaði upptöku af Hamilton að hrauna yfir Mercedes bílinn sinn í lok keppninnar. Það er einnig hægt að lesa þar á milli línanna að hann ætli mögulega að hætta strax og keyra ekki í síðustu þremur keppnunum. „Þetta var krísuhelgi, gott fólk. Bílinn hefur aldrei verið verri. Ég vil þakka ykkur fyrir að halda áfram að reyna og það stóðu sig allir vel á viðgerðasvæðinu,“ sagði Hamilton í samskiptatalstöð Mercedes. „Ef þetta verður síðasta skiptið sem ég keyri bílinn þá er það mikil synd að ekki gekk betur. Ég er samt þakklátur fyrir að hafa ykkur,“ sagði Hamilton. Hamilton er á síðasta tímabili sínu með Mercedes því hann hefur samið við Ferrari. Hamilton mun keyra Ferrari bílinn á næsta tímabili ásamt Charles Leclerc. Sky Sports spurði sjöfalda heimsmeistarann út í það hvort hann gæti sleppt síðustu þremur keppnum tímabilsins. „Vonandi lentum við ekki í fleiri óléttum brautum. Ég held að þær þrjár síðustu séu ekki ósléttar en já það kemur til greina að fara bara í frí, sagði við Hamilton við Sky Sports. Síðustu þrjár keppnirnar fara fram í Las Vegas í Bandaríkjunum, í Katar og í Abú Dabí.
Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira