Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 13:30 Lewis Hamilton ætlaði sér miklu stærri hluti í Brasilíu en að enda bara í tíunda sætinu. Getty/Peter Fox Lewis Hamilton átti ekki góða helgi í formúlu 1 og breski ökuþórinn var allt en sáttur þegar keppninni lauk. Hamilton endaði í tíunda sæti í brasilíska kappakstrinum en liðsfélagi hans George Russell varð fjórði. Sky Sports opinberaði upptöku af Hamilton að hrauna yfir Mercedes bílinn sinn í lok keppninnar. Það er einnig hægt að lesa þar á milli línanna að hann ætli mögulega að hætta strax og keyra ekki í síðustu þremur keppnunum. „Þetta var krísuhelgi, gott fólk. Bílinn hefur aldrei verið verri. Ég vil þakka ykkur fyrir að halda áfram að reyna og það stóðu sig allir vel á viðgerðasvæðinu,“ sagði Hamilton í samskiptatalstöð Mercedes. „Ef þetta verður síðasta skiptið sem ég keyri bílinn þá er það mikil synd að ekki gekk betur. Ég er samt þakklátur fyrir að hafa ykkur,“ sagði Hamilton. Hamilton er á síðasta tímabili sínu með Mercedes því hann hefur samið við Ferrari. Hamilton mun keyra Ferrari bílinn á næsta tímabili ásamt Charles Leclerc. Sky Sports spurði sjöfalda heimsmeistarann út í það hvort hann gæti sleppt síðustu þremur keppnum tímabilsins. „Vonandi lentum við ekki í fleiri óléttum brautum. Ég held að þær þrjár síðustu séu ekki ósléttar en já það kemur til greina að fara bara í frí, sagði við Hamilton við Sky Sports. Síðustu þrjár keppnirnar fara fram í Las Vegas í Bandaríkjunum, í Katar og í Abú Dabí. Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hamilton endaði í tíunda sæti í brasilíska kappakstrinum en liðsfélagi hans George Russell varð fjórði. Sky Sports opinberaði upptöku af Hamilton að hrauna yfir Mercedes bílinn sinn í lok keppninnar. Það er einnig hægt að lesa þar á milli línanna að hann ætli mögulega að hætta strax og keyra ekki í síðustu þremur keppnunum. „Þetta var krísuhelgi, gott fólk. Bílinn hefur aldrei verið verri. Ég vil þakka ykkur fyrir að halda áfram að reyna og það stóðu sig allir vel á viðgerðasvæðinu,“ sagði Hamilton í samskiptatalstöð Mercedes. „Ef þetta verður síðasta skiptið sem ég keyri bílinn þá er það mikil synd að ekki gekk betur. Ég er samt þakklátur fyrir að hafa ykkur,“ sagði Hamilton. Hamilton er á síðasta tímabili sínu með Mercedes því hann hefur samið við Ferrari. Hamilton mun keyra Ferrari bílinn á næsta tímabili ásamt Charles Leclerc. Sky Sports spurði sjöfalda heimsmeistarann út í það hvort hann gæti sleppt síðustu þremur keppnum tímabilsins. „Vonandi lentum við ekki í fleiri óléttum brautum. Ég held að þær þrjár síðustu séu ekki ósléttar en já það kemur til greina að fara bara í frí, sagði við Hamilton við Sky Sports. Síðustu þrjár keppnirnar fara fram í Las Vegas í Bandaríkjunum, í Katar og í Abú Dabí.
Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira