Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2024 09:41 Max Verstappen og Lando Norris ræða hér málin en sá síðarnefndi var allt annað en sáttur við heimsmeistarann. Getty/Bryn Lennon Lando Norris minnkaði forskot Max Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna í formúlu 1 í gærkvöldi en hann gagnrýndi líka aksturlag heimsmeistara síðustu þriggja ára. Verstappen fékk tvær tíu sekúndna refsingar í mexíkanska kappakstrinum í gær eftir einvígi hans og Norris á sama hringnum. Norris endaði í öðru sæti á eftir Carlos Sainz. Verstappen endaði sjötti. Norris var mjög ósáttur í talstöðvarkerfi liðsins eftir þennan hring. Verstappen þvingaði Norris til að keyra út úr brautinni. Lando Norris is once again not happy with Max Verstappen 😬#MexicoGP pic.twitter.com/x55akKKL4z— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2024 „Ég var á undan allan tímann í beygjunni. Þetta gæi er hættulegur. Ég varð að forðast áreksturinn,“ sagði Norris um atvikið. Norris var að reyna að komast fram úr heimsmeistaranum sem gerði allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir það. Refsingarnar staðfestu að Verstappen skapaði hættu í brautinni með akstri sínum. Verstappen sjálfur var mjög ósáttur með að fá refsinguna og fannst hann ekki gera neitt rangt. Hans fólk fannst Norris líka komast upp með það sama. Forskot Verstappen fór úr 57 stigum niður í 47 stig eftir þessi úrslit. Nú eru fjórar keppnir eftir og smá spenna komin í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Verstappen vann sjö af fyrstu tíu keppnunum og náði yfirburðarforystu. Hann hefur hins vegar ekki unnið kappakstur síðan. Norris þarf samt að vinna upp tólf stig á Verstappen í hverri keppni til að vinna heimsmeistaratitilinn. Næsta keppni fer fram í í Brasilíu en tímabilið endar með keppnum í Las Vegas, Katar og Abú Dabí. Early drama in Mexico City! ⚠️Max Verstappen is given TWO ten-second time penalties for his clash with Lando Norris 😲 pic.twitter.com/7rTIOo97LN— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) October 27, 2024 Lando Norris cuts Max Verstappen’s championship lead to 47 points 👀Can he catch him?#MexicoGP pic.twitter.com/21687AYMLo— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2024 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Verstappen fékk tvær tíu sekúndna refsingar í mexíkanska kappakstrinum í gær eftir einvígi hans og Norris á sama hringnum. Norris endaði í öðru sæti á eftir Carlos Sainz. Verstappen endaði sjötti. Norris var mjög ósáttur í talstöðvarkerfi liðsins eftir þennan hring. Verstappen þvingaði Norris til að keyra út úr brautinni. Lando Norris is once again not happy with Max Verstappen 😬#MexicoGP pic.twitter.com/x55akKKL4z— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2024 „Ég var á undan allan tímann í beygjunni. Þetta gæi er hættulegur. Ég varð að forðast áreksturinn,“ sagði Norris um atvikið. Norris var að reyna að komast fram úr heimsmeistaranum sem gerði allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir það. Refsingarnar staðfestu að Verstappen skapaði hættu í brautinni með akstri sínum. Verstappen sjálfur var mjög ósáttur með að fá refsinguna og fannst hann ekki gera neitt rangt. Hans fólk fannst Norris líka komast upp með það sama. Forskot Verstappen fór úr 57 stigum niður í 47 stig eftir þessi úrslit. Nú eru fjórar keppnir eftir og smá spenna komin í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Verstappen vann sjö af fyrstu tíu keppnunum og náði yfirburðarforystu. Hann hefur hins vegar ekki unnið kappakstur síðan. Norris þarf samt að vinna upp tólf stig á Verstappen í hverri keppni til að vinna heimsmeistaratitilinn. Næsta keppni fer fram í í Brasilíu en tímabilið endar með keppnum í Las Vegas, Katar og Abú Dabí. Early drama in Mexico City! ⚠️Max Verstappen is given TWO ten-second time penalties for his clash with Lando Norris 😲 pic.twitter.com/7rTIOo97LN— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) October 27, 2024 Lando Norris cuts Max Verstappen’s championship lead to 47 points 👀Can he catch him?#MexicoGP pic.twitter.com/21687AYMLo— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2024
Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira